maí 2024
-
8/5/2024 Það er lítið um notalegheit í baráttunni til embættis forseta lýðveldisins Íslands. Boðið var upp á framboðsþátt í Sjónvarpinu þar sem frambjóðendur voru fengnir til að segja frá því, hvað það væri sem þeir stæðu fyrir og gekk það misjafnlega svo ekki sé meira sagt. Embættið virðist vera spennandi og góður kostur að margra…
-
Frásögn Morgunblaðsins: Við sjáum hvað ríkisstjórnin er ,,ófær um“, að mati stjórnarandstöðunnar og reyndar er það álit fólksins á götunni líka og við þurfum ekki Sigmund Davíð til að segja okkur það. Annað dæmi um óráðssíuna, fara á til Aserbaísjan og það er eins og okkur grunaði, land sem er talsvert langt í burtu, er…
-
,,Eftir japl jaml og fuður var hann grafinn út og suður“ var eitt sinn sagt og ætli það verði ekki niðurstaðan núna. Þingmaður Framsóknarflokksins er til viðtals í Morgunblaðinu vegna japls um hvernig standa skuli að fiskeldi í sjó. Fiskar lifa í sjó og vötnum, bæði stöðuvötnum og rennandi og því fengu menn þá hugmynd…
-
Fréttamenn CNN eru glúrnir og finna oftast eitthvað til að segja frá og hér er það uppgröftur frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, sem vakti athygli þeirra. Frá þeim óhugnaði sem þar fannst segir fréttaveitan CNN.COM frá af nákvæmni sem ekki verður reynt að leika eftir í þessum pistli. Um er að ræða jarðneskar leyfar manna sem…
-
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar fer yfir, hvernig nýútsprunginn orkumálaráðherra hefur tekið afstöðu til orkumála. Í ljós kemur að Guðlaugur hefur sprungið vel út, enda vor í lofti þrátt fyrir næturfrost flesta daga en kannski lýsir það einmitt stöðunni í vandræðastjórninni sem nú situr, eftir að forsætisráðherra þeirrar fyrri, ákvað að reyna að stytta titilinn…
-
Umræðan snýst um hver muni sigra kosningar, til setu á Bessastöðum. Við höfum líka áhyggjur af því hvernig verða muni með orkuöflun til framtíðar litið, þegar hvergi má virkja. Og náttúrulega hvort veiða megi hvali á komandi sumri! Á meginlandi Evrópu er ýmislegt í gangi og þar er t.d. rætt um að breyta Evrópusambandinu í…
-
Þorgeir Hjaltason fæddist Reykjavík 18. desember 1953. Hann lést 10. mars 2024. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Þorgeirsdóttir kennari, f. 1930, d. 2006, og Hjalti Jónasson skólastjóri, f. 1927, d. 2015. Þorgeir útskrifaðist frá Vélskóla Íslands árið 1977 og starfaði sem vélstjóri mest af sínum starfsferli. Við Þorgeir kynntumst þegar við störfuðum saman á Arnarfelli,…
