Er útilokað að ræða málin?

Umræðan snýst um hver muni sigra kosningar, til setu á Bessastöðum.

Við höfum líka áhyggjur af því hvernig verða muni með orkuöflun til framtíðar litið, þegar hvergi má virkja.

Og náttúrulega hvort veiða megi hvali á komandi sumri!

Á meginlandi Evrópu er ýmislegt í gangi og þar er t.d. rætt um að breyta Evrópusambandinu í hernaðarbandalag og fyrir þeirri orðræðu fer hinn makalausi Macron.

Í Bandaríkjunum una hergagnaframleiðendur glaðir við sitt, eftir að Biden liðið beit á sig skömmina varðandi sköffun herganga til Úkraínu.

Rússar segjast ætla að herða árásir á birgðastöðvar hersins í Úkraínu og skal engan undra eftir það sem undan er gengið.

Það hlítur að vera markmið í hernaði að hindra svo sem unnt er, að gagnaðilinn geti haft not að drápstólum sínum.

Á meðan á þessu gengur líður almenningur þrautir og þjáningar sem auðvelt væri að losna við ef menn hefðu rænu á að tala saman og hegða sér eins og menn.

Það örlar á því einstöku sinnum en svo virðist sem það sé jafnharðan kveðið niður af þeim sem öllu ráða og hverjir eru þeir?

Hverjir hagnast á ástandinu?

Ekki almenningur, ekki fólkið sem missir húsnæði, líf sitt og sinna og lífsöryggið sem er eitt það verðmætasta sem við eigum og ættum að meta svo sem vert er.

Þetta eru vondir tímar, andstyggðar tímar og hryllingstímar, fyrir þau sem fyrir verða.

En menn kunna engin ráð betri en að ýta sem mest undir þetta allt saman og að tala saman með steittum hnefum og öskra í stað þess að ræða málin.

Í Palestínu eru hörmungar af svipuðu tagi og ef eitthvað er, enn verri, þar sem þjóðin sem einu sinni sætti tilraun til útrýmingar, er nú í hlutverki þess sem reynir að útrýma annarri þjóð.

Færðu inn athugasemd