Orkumálin.

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar fer yfir, hvernig nýútsprunginn orkumálaráðherra hefur tekið afstöðu til orkumála.

Í ljós kemur að Guðlaugur hefur sprungið vel út, enda vor í lofti þrátt fyrir næturfrost flesta daga en kannski lýsir það einmitt stöðunni í vandræðastjórninni sem nú situr, eftir að forsætisráðherra þeirrar fyrri, ákvað að reyna að stytta titilinn um nokkur atkvæði.

Guðlaugur telur Samfylkinguna ábyrga fyrir aðgerðaleysi undanfarinna ára hvað varðar orkumálin en við athugun Jóhanns Páls kemur ýmislegt fróðlegt í ljós.

a) ,,Frá því að sam­steypu­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna tók til starfa haustið 2017 hafa ekki haf­ist fram­kvæmd­ir við neina nýja virkj­un með upp­sett rafafl 10 MW eða meira og ekk­ert gilt virkj­un­ar­leyfi verið gefið út vegna nýrr­ar virkj­un­ar.“

b) ,,Á tíma­bil­inu 2010 til 2020 risu þrjár virkj­an­ir á Íslandi yfir 10 MW: Búðar­háls­virkj­un, Þeistareykja­virkj­un og Búr­fells­virkj­un II. Búðar­háls­virkj­un var fjár­mögnuð og reist á vakt Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í rík­is­stjórn. Þeistareykja­virkj­un var áherslu­mál þáver­andi iðnaðarráðherra Sam­fylk­ing­ar og sett í nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar í stjórn­artíð Sam­fylk­ing­ar árið 2013. Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar studdi frum­varp um af­laukn­ingu virkj­ana sem þegar eru í rekstri árið 2022 og stærstu orku­öfl­un­ar­verk­efn­in sem nú eru á dag­skrá, Hvamms­virkj­un og Búr­fells­lund­ur, rötuðu í nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar með stuðningi Sam­fylk­ing­ar.“

c) ,,Það hlægi­lega við þessa gagn­rýni ráðherra er að sjálf­ur sat hann ekki bara hjá held­ur greiddi bein­lín­is at­kvæði gegn ramm­a­áætl­un árið 2013 þegar 16 virkj­un­ar­kost­ir voru sett­ir í ork­u­nýt­ing­ar­flokk, m.a. Þeistareykja­virkj­un, og Hvalár­virkj­un og jarðhita­virkj­un í Krýsu­vík sem hann klapp­ar núna upp. Ef all­ir þing­menn hefðu greitt at­kvæði eins og Guðlaug­ur Þór væri staðan í orku­öfl­un­ar­mál­um þannig enn lak­ari en hún er í dag.“

d) ,,Í nýju stefnuplaggi Sam­fylk­ing­ar sem ber yf­ir­skrift­ina Krafa um ár­ang­ur setj­um við fram raun­hæfa áætl­un um að koma skikk á þenn­an mála­flokk og skapa jafn­vægi milli ork­u­nýt­ing­ar og nátt­úru­vernd­ar. Við telj­um að unnt sé að auka árs­fram­leiðslu á raf­orku um 5 terawatt­stund­ir á næstu 10 árum.“

e) ,,Við [Samfylkingin] leggj­um m.a. til að stofn­an­ir verði skyldaðar til að setja í for­gang um­sókn­ir vegna virkj­un­ar­kosta sem sett­ir hafa verið í nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar, að tíma­frest­ir verði fest­ir í lög, inn­heimt verði þjón­ustu­gjöld af fram­kvæmdaaðilum og að komið verði upp einu samþættu leyf­is­veit­inga­ferli í sta­f­rænni gagnagátt hjá nýrri Um­hverf­is- og orku­stofn­un. Allt eru þetta lyk­il­atriði til að binda enda á ára­langt fram­taksleysi í orku­mál­um.“

Það er aumt þegar þeir, sem setið hafa í ríkisstjórn árum saman og látið tímann líða í ráðleysi og draumórum, setjast síðan í valdastóla og kenna flokki úr sjórnarandstöðunni um sitt eigin slugs og sofandahátt.

En þjóð veit þá tveir vita og við vitum öll, hverjir hafa þóst vera að stjórna landinu undanfarin ár og þótt forystusauðurinn sé horfinn úr hjörðinni og leiti að grænna grasi annarsstaðar, hefur í rauninni ekkert annað breyst en að menn hafa skipt um stóla og einn nýliði er að máta sig í einum ráðherrastólnum.

Færðu inn athugasemd