Í boði þeirra sem ,,stjórna“ landinu okkar

Frásögn Morgunblaðsins:

Við sjáum hvað ríkisstjórnin er ,,ófær um“, að mati stjórnarandstöðunnar og reyndar er það álit fólksins á götunni líka og við þurfum ekki Sigmund Davíð til að segja okkur það.

Annað dæmi um óráðssíuna, fara á til Aserbaísjan og það er eins og okkur grunaði, land sem er talsvert langt í burtu, er við suð- vestanvert Kaspíahaf og er olíuríki sem herjað hefur á nágranna sinn Armena.

Það dugar ekkert minna þegar ,,stjórnendur“ okkar vilja bregða sé af bæ á kostnað þjóðarinnar. Verst að þau gátu ekki fundið fjarlægari stað, en samt gott til þess að vita, að þarna geta þau fræðst um allt sem fræðast þarf um, varðandi loftslagsmálin!

Það er ekki liðið ár, síðan flugvélafarmur af umhverfisvæningjum fór í skemmtiferð á kostnað þjóðarinnar til olíufurstadæmis til að gera það sama: Það er að sýna sig og sjá aðra og telja sér trú um að þau séu að gera eitthvað.

Hér heima er nóg að gera fyrir þá sem vilja vinda ofan af því sem hefur hindrað virkjanaframkvæmdir. Við eigun nóg af orku, þurfum bara að sækja hana með nýjum virkjunum og þurfum ekki montferðalög til þess.

Hér sjáum við hvernig málin standa. Það hafa tapast tveir milljarðar vegna vegna ríkisstjórnarinnar sem verið hefur við völd, þar sem vinstrigræn flokksnefna ræður því sem þau vilja ráða og komast upp með það, vegna þess að menn þora ekki að boða til kosninga til að stokka upp spilin.

Ríkisstjórn sem rúin er trausti þjóðar sinnar á að segja af sér, viðurkenna að hún getur fátt gert, er vesöl og búin að tapa trausti, nema nokkurra fylgispakra ,,vina“ sem vonast eftir…einhverju.

Sporslu kannski svo sem sjá má dæmi um í boði Heimildarinnar.

Við bíðum eftir því að þau taki pokana sína og finnst furðulegt að aðalspíran sem leitt hefur þetta stjórnarsamstarf og sem ber þar með ábyrgðina, lætur sér detta í hug að bjóða sig fram í forsetakosningum.

Kosningum sem við sáum sem eins konar furðusirkus í ,,sjónvarpi allra landsmanna“ í gær, þar sem frambjóðendur og framboðsgrínarar, stóðu upp á endann í um hálfan þriðja klukkutíma og ýmist sprelluðu, eða reyndu að sýnast taka málið alvarlega.

Það var svona:

En er ef til vill betra svona:

Færðu inn athugasemd