janúar 2024

  • Þessa dagana skekur umræða um hvalveiði eða ekki hvalveiði sviðið og er það að vonum, sé litið til þess sem gerðist á síðastliðnu sumri, nánast degi áður en vertíðin átti að hefjast. Bátarnir voru tilbúnir, skveraðir, nýmálaðir og yfirfarnir og allt klárt til taka til höndum og hefja veiðar en þá gerðist það! Ráðherra hvalveiðimála…

  • Það er margt sem við fáum frá Kína, svo sem við sjáum við að lesa þó ekki sé nema fyrirsögnina á skjáskotinu og því er gott að halda góðum tengslum við það ógnarstóra og fjölmenna þjóðfélag. Sumir telja að núverandi forsætisráðherra geti verið vænlegur kostur fyrir þjóðina í komandi forsetakosningum. Og svo eru það orkumálin…

  • Það er spurt að því á myndinni hér að ofan, hvort ráðherraábyrgð hafi verið brotin, þá er sagt að spjótin standi á Vinstri grænum og í Mogga var fjallað um ráðherraábyrgð Svandísar. Ráðherrann setti sem kunnugt er, á hvalveiðibann á síðastliðnu sumri; stöðvaði veiðiferðir sem áttu að fara hefjast eftir nokkra klukkutíma og svipti fólk…

  • Allir þurfa að borða eitthvað og til að geta fengið gott í maga, þarf aðgangur að matvælum að vera góður. Við erum svo heppin að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af fæðuskorti og það síður en svo. Það er frekar að við þurfum að passa okkur á því: að gæta hófs í neyslunni! Við…

  • Í Heimildinni er fjallað um íslenskan kjötmarkað undir fyrirsögninni: ,,Íslendingar eru orðnir kjúklingaþjóð“ í þeim skilningi, að neyslan á þeirri kjöttegund sé mest. Fréttina skrifar Georg Gylfason blaðamaður og henni fylgir graf þar sem hægt er að sjá stöðuna í kjötmarkaðnum. Þar kemur fram að framleiðsla á kjúklingakjöti hafi farið fram úr því sem framleitt…

  • Enn er það orkubúskapurinn sem er ofarlega í huga og nú er það orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða sem sendir grein í Morgunblaðið og segir frá því að orkuskorturinn kosti um hálfan milljarð og bætir því við að olíunotkun muni aukast um 3,4 milljónir lítra! Elías Jónatansson segir í grein sinni: ,,Eng­um dylst að raf­orku­skort­ur er yf­ir­vof­andi…

  • Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna ritar grein á síðu  félagsins, vm.is.  Hann greinir þar frá því að upp úr viðræðum félagsins við viðsemjendur þess hafi slitnað í byrjun desember, en þær höfðu engu skilað og vélstjórar á fiskiskipunum eru því samningslausir.  Fram kemur í grein Guðmundar að vélstjórar hafi ekki fengið leiðréttingu…

  • Í frásögninni hér að ofan segir frá því að framleiðsla mjólkur hafi gengið vel á síðastliðnu ári.  Þrjár milljónir lítra af mjólk eru ef til vill ekki að allra mati æskileg mælieining til að skilja magnið sem um er að ræða, en hægt er að afla sér upplýsinga um hver eðlisþyngd mjólkur er og reikna…