Spjótin sem standa á Vinstrigrænum, ráðherramál og krossanir

Það er spurt að því á myndinni hér að ofan, hvort ráðherraábyrgð hafi verið brotin, þá er sagt að spjótin standi á Vinstri grænum og í Mogga var fjallað um ráðherraábyrgð Svandísar.

Ráðherrann setti sem kunnugt er, á hvalveiðibann á síðastliðnu sumri; stöðvaði veiðiferðir sem áttu að fara hefjast eftir nokkra klukkutíma og svipti fólk sem var að fara að vinna við veiðarnar vinnu sinni fyrirvaralaust.

Nú virðist sem látið verði á það reyna hvort það sé ábyrg stjórnsýsla sem engar afleiðingar hefur, eða hvort svo sé ekki og að ráðherrann þurfi því að sæta ábyrgð og þá væntanlega með því að segja af sér.

Það er ekki oft sem ráðherrar hlaupa á sig með því að hrinda einhverju í framkvæmd sem þeim stendur ofarlega í huga og líklega sem betur fer!

Það sem gerðist á síðastliðnu sumri er dæmi um að ráðherra gengur of langt til að koma í veg fyrir að það sem honum fellur ekki, verði gert.

Vandamálið með íslenska ráðherra og ef til vill annarra þjóða líka, er að þeir gufast í gegnum ferilinn og gæta þess að verða ekki staðnir að óðagoti.

Ráðherrann stóð sig sem sagt í stykkinu, að eigin áliti og fleiri, hljóp á sig og steig a.m.k. einu skrefi of langt og nú er rætt um að hún þurfi að sæta ábyrgð og láta af embætti.

Á sama tíma er ráðherrann sem sagði af sér embætti sem fjármálaráðherra og gerði sjálfan sig að utanríkisráðherra og utanríkisráðherrann að fjármálaráðherra, krossaður og heiðraður af forseta þjóðarinnar.

Hvort það sama verður gert varðandi ráðherrann sem breyttist úr utanríkisráðherra í fjármálaráðherra, er ekki vitað en tíminn mun leiða það í ljós!

Fram kemur í frásögn Morgunblaðsins að flokkssystir Svandísar þ.e. Katrín forsætisráðherra, hafnaði krossun af þessu tagi.

Færðu inn athugasemd