Staðreyndir og hið daglega líf.

Samhengi hlutanna þarf stundum að útskýra fyrir okkur svo við skiljum hvað sé um að vera og hvað komi til með að gerast, ef eitt eða annað sé gert, eða látið ógert.

Og það er svo að sjá sem sumir, dálítið trénaðir, séu eitthvað súrir vegna niðurstöðunnar!

Samfélagið þarfnast súrefnis, svo sem við sjáum og reyndar vissum og til að samfélag fá það sem þarf, þarf að vera til staðar sæmilega rökrétt hugsun, eða eins og fyrr sagði, ,,samhengi hlutanna“.

Eins og við sjáum hér dæmi um (að neðan), þá eru þeir til stjórnmálamennirnir sem átta sig á því að ekkert verður til úr engu.

Skuggabaldar tala um slíka, búa til sögur sem ekki reynast réttar og við það þurfa stjórnmálamenn að búa og ef þeir vilja ná árangri á sínu sviði, þurfa þeir að geta talað við fólk, hvar í flokki sem það stendur og þurfa að geta leitt kjaftasögurnar hjá sér.

Vegna þess að landbúnaðarmálin hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu, þá endum við þetta á fallegum myndum sem teknar voru á svínabúinu í Laxárdal.

Þar sjást tvær konur og hvorug í fríi – heldur þvert á móti – þó þær hafi gefið sér tíma til að brosa við gestinum með myndavélina.

Í bláendann kemur svo:

Myndirnar er fengnar úr Morgunblaðinu (fjórar fyrstu), þá visir.is og að lokum Bændablaðinu.

Færðu inn athugasemd