nóvember 2025
-
Við sjáum á myndinni hér að ofan hvernig ferðast var um landið áður fyrr og hvernig þarfasti þjónninn var nýttur til þeirra ferðalaga. Íslenska þjóðin hefur sem aðrar, lifað ,,tvenna tíma“ eins og það er stundum kallað og sú var tíð, að fólk fór leiðar sinnar um landið, ýmist á tveimur jafnfljótum eða að gripið…
-
Það krefst sóknar að sækja fram, en hvort það dugar til er ekki víst. Ívar teiknari Morgunblaðsins fangaði ástandið í Framsóknarflokknum á dögunum og eins og sjá má, er sótt að formanninum í flokknum sem eitt sinn var. Það munaði sára litlu að Framsóknarflokkurinn færi sömu leið og Vinstri græn í síðustu kosningum, sem haldnar…
-
Teiknarar miðlanna halda okkur við efnið og bregða ljósi á ýmislegt sem við höfum veitt, eða veitt ekki eftirtekt; hitta oftar en ekki í mark og segja mikið í myndum sínum. Sem stendur munu það vera eingöngu Vísir og Morgunblaðið sem birta okkur þessar skemmtilegu úttektir á stöðu þjóðfélagsmála og oftar en ekki með óborganlegum…
-
Það hefur margoft komið í ljós að deilurnar milli Rússlands og Úkraínu eru flóknari en svo, að hægt sé að afgreiða þær með því einu, að segja ,,að Rússar hafi ráðist inn á Úkraínu“ Mynd sem fylgir frétt The Guardian. Hver gerði hverjum hvað, og hvað er það sem varð til þess að Rússa gáfust…
-
Við höfum veitt því athygli að þau sem töpuðu í vetrarkosningunum, sem haldnar voru til að kjósa nýja stjórnendur þjóðarinnar, eru dálítið óhress með útkomuna. Á myndinni hér að neðan sjáum við konurnar þrjár, sem veita nýju ríkisstjórninni forystu. Við munum að kennt var, að eftir útlitinu má ekki dæma menn og konur eru líka…
-
BBC.COM fjallar um rafvæðingu bifreiða og fleiri tækja í Kína í ítarlegri grein og í ljós kemur að þeir standa öðrum þjóðum framar í þeim iðnaði. ,,Í dag er Kína ráðandi í framleiðslunni á öllum stigum rafhlöðubirgðakeðjunnar, fyrir utan námuvinnslu og vinnslu sumra hrárra steinefna, samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni. Þar eru næstum 85% af rafhlöðuframleiðslugetu á heimsvísu, samanborið…
-
Það stendur hús á horni Bolholts og Skipholts sem er til sölu. Hús sem Sjálfstæðismenn byggðu á góðri lóð, sem seinna var notuð af þeim til að styðja við ,,þéttingu byggðar“ í Reykjavík. Það er sjálf Valhöll sem er til sölu, sem hefði verið saga til næsta bæjar áður en þeir komust að þeirri niðurstöðu að…
-
Samkvæmt því sem sagt er frá í Vísi hafa Sjálfstæðismenn komist að því að ekki sé nein ástæða til að endurskoða stefnu(?) Sjálfstæðisflokksins. ,,Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar…
