Niðurstaða skoðanakönnunar

Í skoðanakönnun sem Gallup gerði, kom í ljós að vilji almennings í Úkraínu er, að komið verði á friði og að styrjöldinni sem nú er ljúki.

Svo sem sjá má hefur stuðningur við stríðsreksturinn minnkað verulega og áhugi fyrir að friður komist á með samningaviðræðum hafi aukist að sama skapi frá því sem var árið 2022.

Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Þó að flestir Úkraínumenn séu tilbúnir til að sjá fyrir endann á bardögunum, þá búast fáir við því, að þeim ljúki fljótlega.

Almenningur í Úkraínu sér helst fyrir sér, að það verði ESB, Bretland og Bandaríkin sem komi til með að binda enda á stríðið.

Jákvæðni gagnvart Bandaríkjunum hefur minnkað.

Vonir íbúanna um skjóta aðild að NATO er ekki sérlega miklar, því aðeins um 32% þeirra sem spurðir voru, reiknuðu með að landið fengi aðild að NATO á næsta áratug.

Tengill inn á umfjöllun Gallup er í upphafi þessa pistils og þar geta þeir sem áhuga hafa, skoðað niðurstöðurnar betur.

Ritari rakst fyrst á umfjöllun um skoðanakönnunina í vefritinu Þjóðólfi.

Færðu inn athugasemd