júní 2024

  • Heimildin segir frá afgreiðslu frumvarps um útlendingamál og það gera fleiri miðlar s.s. Morgunblaðið og Vísir. Í Heimildinni er sagt frá málinu á eftirfarandi hátt en að mestu er frásögnin byggð á skjáskotum af samskiptamiðlinum X, þar sem ýmsir láta ýmislegt fjúka svo ekki sé meira sagt. Auk þess sem tjáningarforminu eru skorin þau takmörk,…

  • Og þá að öðru. Rússnesk herskip komu til Kúbu og af því varð ekki- frétt vegna hernaðrins sem er í gangi á milli Úkraínu og Rússlands. Á landinu okkar duga varðskip til eftirlits og björgunarstarfa og því er það okkur frekar framandi að verið sé að dandalast á herskipum yfir Norður Atlantshaf til þess eins…

  • Í Heimildinni sjáum við frásögn af afgreiðslu hvalveiðimálsins frá vinstrigrænum ráðherra og þar segir m.a. og er haft eftir Bjarna Benediktssyni: „Ég hins vegar tek eftir því að ráðherrann segir rétt að veita leyfið núna til eins árs og færir fyrir því rök sem mér finnst alveg vera skiljanleg,“ sagði Bjarni og bætti við að…

  • Hann brosir framan í heiminn þótt röndóttur sé og lætur sér í léttu rúmi liggja hvernig forsetakosningar á Íslandi fóru fram og er alveg sama um hve ,,meðmælendurnir“ eru margir. Bjarna er hins vegar ekki sama sem von er, því hann er forsætisráðherra og maður og að tilheyra þeirri tegund lífríkisins fylgir vesen, áhyggjur og…

  • Þessi tillti sér á stein og tvisvar verður sá feginn sem það gerir eins og við vitum. Hvort hann fylgdist með talningu atkvæða í forsetakosningunum á Íslandi, vitum við ekki. Af þeim er það frá að segja, að kosningarnar fóru vel og ein þeirra kvenna sem dreymt hafði um bessastaðasetu sigraði með nokkrum yfirburðum. Þrjár…

  • Fyrir skömmu var á þessum vettvangi fjallað um málefni Sjómannaskólans og þeirra menntastofnana sem í honum eru, m.t.t. þess, að verið er að úthýsa menntun sjómannastéttarinnar úr húsnæðinu og höfuðborginni. Þegar það var gert var m.a. stuðst við greinina sem er hér að ofan en nú er komin fram önnur grein, sem reyndar er frétt,…

  • Það styttist í að kýrnar fari úr fjósi þ,e,a,s, þær sem ekki eru hafðar í nútímafjósum þar sem lúxusinn í kýrlífinu er slíkur að engin þörf er á að sleppa þeim út að vori; aðstaðan er öll hin besta og kúnum líður vel í notalegheitunum.  Hrossagaukurinn er ekki húsdýr og glímir því við óblíða náttúru…

  • Skipstjórnar og vélfræðimenntun er á hrakhólum og svo sem sjá má, hrakar menntun skipstjórnarmanna af þeim ástæðum. Sé það svo, má gera ráð fyrir að það sama sé upp á teningnum hvað varðar menntun vélstjóra, því ekki er síður að þeirri menntun sótt, af ráðamönnum þjóðarinnar. Að svo sé komið vegna húsnæðisskorts fyrir starfsemi dómstóla,…

  • Samfylkingin mælist stærst og hvorki Vinstri græn né Sósíalistaflokkurinn myndu fá þingmann m.v. júnímælingu 2024 hjá Gallup. ,,Þingflokkur Vinstri grænna myndi þurrkast út, ef gengið væri til kosninga núna, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samfylkingin mælist enn stærsti flokkurinn, með 30% fylgi.„ Við sjáum að Framsóknarflokkurinn nær ekki 10% og er orðinn minni en Miðflokkurinn og…

  • Við kusum okkur forseta, kusum ,,taktískt”, segja sérfræðingarnir og fengum konu í embættið.  Lesum um það á mbl.is að Bjarni hafi óskað nýkjörnum forseta til hamingju. Kannski finnst sumum það ekki vera frétt, svo sjálfsagt sem það er og í sama miðli lesum við líka að Selenskí hinn úkraínski, hafi líka óskað Höllu til hamingju.…