Enn um skólamál

Fyrir skömmu var á þessum vettvangi fjallað um málefni Sjómannaskólans og þeirra menntastofnana sem í honum eru, m.t.t. þess, að verið er að úthýsa menntun sjómannastéttarinnar úr húsnæðinu og höfuðborginni.

Þegar það var gert var m.a. stuðst við greinina sem er hér að ofan en nú er komin fram önnur grein, sem reyndar er frétt, inn í umræðuna þar sem rætt er við skólastjóra Tækniskólans sem svo er kallaður.

Þar mun samt ekki vera á ferðinni tækniskóli af því taginu sem áður var ef rétt er skilið (sem alls ekki er víst!) og þegar undirritaður var á ferð í Sjómannaskólanum fyrir skömmu, mátti heyra á a.m.k. einum kennara sem talað var við þar, að hann skildi ekki hvað verið væri að fara með því að breyta nafngift Vélskóla Íslands yfir í ,,Véltækniskóla“.

Vélskóli Íslands hefur trúlega verið ófínt nafn í augum þeirra sem um véla í þessum efnum og ef svo er, þá er það hugsanlega vegna þess, að vélar og vélbúnaður er eitthvað sem ekki passar hinum nýja skóla.

Við sjáum í undirfyrirsögn, að ,,Tækniskólinn“ hefur yfir sér skólastjóra eins og við mátti búast og það er hann (Hildur Ingvarsdóttir) sem rætt er við og hún er að svara athugasemdum Félags skipstjórnarmanna.

Í undirfyrirsögninni er sagt að ,,upplifun“ nemenda sé jákvæð og fullyrt að menntunin eigi saman með öðrum greinum og síðan tekið fram, að gamlir munir, muni verða varðveittir.

Á vef ,,Tækniskólans“ sjáum við, að hægt er að læra eitt og annað og það sem lýtur að námi til vélstjórnar er eftirfarandi:

Málmiðnir grunnnám, rennismíði, stálsmíði, vélvirkjun, stúdentspróf (af fagbraut), vélstjórn a, b, c og d auk rafvirkjunar og véltækni.

Hvað í orðnu ,,véltækni“ felst, er undirrituðum ekki alveg ljóst en hér er vafalaust um að ræða hið þarfasta nám, þar sem vélar og vélbúnaður hverskonar byggjast á tækni af einhverju tagi og ætli ekki megi treysta því, að þau sem lokið hafa námi úr skólanum séu með viðurkennd réttindi sem gagnist innanlands sem erlendis.

Gamla kerfið byggðist á fjórum áföngum I. II. III. og IV. stigi og til að öðlast full réttindi þurfti auk þess að hafa lokið sveinsprófi í vélvirkjun og námi í Vélskóla Íslands og að auki fengið þjálfun í starfi í tilskilinnn tíma á skipum af lágmarksstærð og vélar og vélbúnað í samræmi við það.

Færðu inn athugasemd