Glæpurinn sem leiðréttur var með öðrum glæp.

Fréttamenn CNN eru glúrnir og finna oftast eitthvað til að segja frá og hér er það uppgröftur frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, sem vakti athygli þeirra.

Frá þeim óhugnaði sem þar fannst segir fréttaveitan CNN.COM frá af nákvæmni sem ekki verður reynt að leika eftir í þessum pistli.

Um er að ræða jarðneskar leyfar manna sem grafnir voru án útlima(!) og sem fundust þar sem áður var eitt af aðsetrum Herman Göring.

Beinin fundust þar sem verið hafði stjórnstöð nasista, sem kölluð var Úlfagrenið í Gierloz í norðausturhluta Póllands og þar voru grafnir upp hlutar úr höfuðkúpum m.m..

Hitler mun hafa dvalið talsvert á staðnum, eða a.m.k. í grennd.

Virkið var vettvangur svokallaðrar Valkyrjuaðgerðar, þar sem reynt var að myrða Hitler í júlí 1944, áður en ,,grenið“ var eyðilagt í janúar 1945, í tilraun til að koma í veg fyrir að það félli í hendur sovéska hersins sem á þeim tíma sótti fram á svæðinu.

Það eru sem sagt enn að finnast menjar um síðustu daga þeirra vesalinga sem leiddu Þýskaland til Heljar í seinni heimsstyrjöldinni og sömuleiðis líkamsleifar þess fólks sem fyrir barðinu á þeim varð.

Og nú eru afkomendur þeirra sem myrt voru í eyðingarbúðum þriðja ríkisins, í helför gegn þeim sem þeir hafa verið að ryðja á brott úr Palestínu á undanförnum áratugum.

Verið að, síðan alþjóðasamfélagið framdi þann óþverraverknað, að úthluta til þeirra landi sem setið var fyrir af öðrum og hafði svo verið um aldir.

Það var reynt að gera hið ómögulega, að leiðrétta glæp með öðrum glæp.

Færðu inn athugasemd