Fuglalíf og annað líf

Þessi fallega mynd er fengin úr Morgublaðinu og sýnir svo sem sjá má fugl á grein.

Þeir hafa verið að tínast til baka þessir vinir okkar síðustu daga, en þeir drógu sig dálítið til hlés í kulkdakastinu á dögunum, hvað það var sem því olli vitum við ekki, en gjöfinni var ekki breytt.

Einn af mínum uppáhalds bændum er fimmtíu ára í dag og ég óska honum innilega til hamingju með daginn og vona að honum og hans fólki líði sem allra best í dag sem aðra daga!

Ég var svo heppinn að rekast á frásögn um afmælið í Morgunblaði dagsins 9/3/2024.

Þar er líka á frásögn af því að aðrir bændur séu gagnrýnir á Matvælastofnun og þar segir:

Vinnubrögð og áherslur Matvælastofnunar eru gagnrýndar í ályktunum deildar kjúklingabænda innan Bændasamtaka Íslands (BÍ) sem hélt aðalfund sinn á dögunum. 

Og síðar:

„Alla jafna gengur samstarfið við MAST og starfsmenn þar vel. Bændur telja samt sem áður að sumt megi bæta svo að samstarfið sé snurðulaust og uppbyggjandi. Bændur leggja sig í líma við að fylgja lögum og reglum til hins ítrasta og stofnuninni ber að hafa eftirlit með því að svo sé. Á því ríkir gagnkvæmur skilningur,“ 

Málið mun snúast um það að betur megi fara með gögn sem snúa að rekstri einstaklinga sem séu berskjaldaðri fyrir óvandaðri umræðu en fyrirtæki.

Víst er það rétt en þó bera að hafa í huga, að ávallt skal viðhöfð aðgát í umræðu um rekstur hvort sem er um að ræða einstaklinga eða fyrirtæki.

Allir þurfa að gera sitt besta, bæði þeir sem að rekstrinum standa, en einnig eftirlitsaðilar sem verða að fara vel með gögn og upplýsingar.

Að þessu sögðu, er rétt að það komi fram, að undirritaður man ekki eftir neinu slæmu, frá að segja, af samskiptum sínum við umrædda stofnun.

Hvort eitthvað hefur breyst til hins verra í seinni tíð, er hann ekki fær um að dæma.

Færðu inn athugasemd