desember 2023

  • Til stendur að ,,kolefnisjafna“ flakk yfir áttatíu fulltrúa til Abú Dabí á dögunum, en menn vita bara ekki hvernig. Best hefði verið að sleppa flakkinu og gera eitthvað þarfara, en það verður ekki gert úr því sem komið er og því þarf að klóra yfir og það verður örugglega gert með tilþrifum, líkt og oftast…

  • Það þykir ekki gott að ,,vera tekinn í bólinu“ eins og það er kallað og því má bæta við að ,,sannleikanum verður hver sárreiðastur“. Það eru talsverð sannindi sem felast í þessum tveimur orðtökum eða málsháttum úr íslensku tungutaki. Á CNN og áður á NYT er sagt frá því að leyniþjónusta Ísraels hafi vitað fyrirfram og hafi vitað um nokkurn tíma, að…

  • Það sem helst ber til tíðinda þessa dagana er að innviðurinn í ríkisstjórninni skrifar undir eitt og annað, en hann er ekki einn svo við snúum okkur að öðru. Það hefur verið í fréttum í gær og kannski lengur, að reynt var að skipta um lit á utanríkisráherranum – fyrrum fjármálaráðherra – og það merkilega…

  • Órólega deildin í Framsóknarflokknum klauf sig út úr flokknum eins og við munum, stikaði frá Háskólabíói yfir á Hótel Sögu, lagðist undir sæng og stofnaði í framhaldinu nýjan flokk sem fékk var nafnið Miðflokkur. Miðflokkurinn er smáflokkur sem minnkaði enn, þegar í ljós kom eftir ,,Borgarneskosningarnar“ að einn þeirra sem boðið höfðu sig fram í…

  • Maðurinn sem gerði það svo ljómandi gott í Úkraínu er til umfjöllunar hjá Fréttastofu Ríkisútvarpsins, þar sem vitnað er til erlendra miðla, s.s. BBC, CNN og N.Y.T. Þar kemur fram að hann hafur komið við víðar og við bætist Kína. Við sem týnum einu og öðru og jafnvel stundum sjálfum okkur, finnum dálítið til með manninum…

  • Formaður Samfylkingarinnar tók til umræðu á Alþingi hvernig skráningu á leiguhúsnæði fyrir ferðamenn getur verið háttað. Í ljós kom að fyrir tilstuðlan fjármálaráðherra er hægt að reka gistiþjónustu fyrir ferðamenn í húsnæði sem skráð er sem almennt íbúðarhúsnæði. Og það geta verið heilu blokkirnar! Í frásögn Ríkisútvarpsins í hádegisfréttum í dag þann 7. desember mátti…

  • Heyflutningar Á sjöunda áratug síðustu aldar, var staðan erfið hjá bændum á Austurlandi og víðar, en mun betri hjá sunnlenskum bændum. Þá var gripið til þess ráðs að binda hey í bagga til að minnka rúmtak þess og flytja það þannig með skipum til þeirra sem á þurftu að halda. Myndin sem hér fylgir með var…

  • Fólk er saman komið í hlýjunni og huggulegheitunum í Abu Dhabi til að ræða loftslagsmál og sölu á olíu. Það er gott til þess að vita að gott fólk geti fundið sér eitthvað til dundurs og skemmtunar. Og ekki er verra að það sé gert án útgjalda fyrir viðkomandi, að reikningurinn sé sendur vandræðalaust á…

  • Þegar karl nokkur liggur á dánarbeði upplýsir hann dóttur sína um að hann hafi komið undir sig fótunum með því að ræna banka. Haldi menn að nú standi til að rifja upp íslenska hrunið, sem sumir eru farnir að rita með stórum staf, þá er ekki svo. Leyndarmálið var dálítið öðru vísi og venjulegra. Við…

  • Þegar verið er í öðru landi en því sem maður þekkir best er að ýmsu að huga. Eitt er að borðtalvan trausta er ekki með í farteskinu og því verður að treysta á gamla og fartölvu sem man tímana tvenna. Það sem verra er að uppáhaldsbloggsíðan reynist ekki vera aðgengileg. Þessi færsla er prufa og…