Það sem helst ber til tíðinda þessa dagana er að innviðurinn í ríkisstjórninni skrifar undir eitt og annað, en hann er ekki einn svo við snúum okkur að öðru.
Það hefur verið í fréttum í gær og kannski lengur, að reynt var að skipta um lit á utanríkisráherranum – fyrrum fjármálaráðherra – og það merkilega er, að það tókst að nokkru a.m.k. að utan.

Ráðherrann bar sig vel eftir atlöguna, en ekki er víst að hann hafi vitað af breytingunni á jakkanum og því talið að allt væri nú þetta því í allra besta lagi.
Nái hið dularfulla efni sem dreift var yfir ráðherrann að lita sálu hans þá er bleik brugðið!
Hvers vegna þessi tilraun var gerð á ráðherranum er ekki alveg ljóst, þó látið hafi verið í veðri vaka að til hafi staðið að vekja hann til umhugsunar um stöðuna í Palestínu.

Í Palestínu er ástandið ekki gott eins og flestir vita og sé eitthvað að marka myndir sem þaðan hafa borist, þá er sem verið sé að flytja þá sem náðst hafa lifandi úr hildarleiknum á flutningabílum og væntanlega þá til aflífunar og síðan huslunar.
_ __
Atlaga að íslenska utanríkisráðherranum fór vitanlega út um þúfur og verður vonandi ekki reynd aftur í bráð, því það eru aðrar aðferðir sem við viljum nota til að koma skoðunum okkar á framfæri.
Það hefur mest tíðkast, að minnsta kosti í seinni tíð, að berjast með orðsins brandi, eins og við köllum það og vonandi verður það svo áfram.
Ráðherrann slapp óskaðaður frá atlögunni og við vonum, að hann hafi ekki orðið fyrir neinum skaða þó gusan hafi farið yfir hann.

Færðu inn athugasemd