Frásögn fréttamannsins Alaa Elassar, á CNN er átakanleg.
„Ísraelski flugherinn ógnar okkur dag og nótt fyrir ofan okkar litla blett í heiminum,“ sagði Muhanna sem telur mikið mannfall sanna að Ísrael sé ekki að reyna að draga úr dauðsföllum óbreyttra borgara. „Þeir setja sér ekki mörk, engar rauðar línur sem þeir fara ekki yfir. Þeir hafa farið yfir öll takmörk með því að beina spjótum sínum að konum, öldungum, börnum, körlum, fötluðum og öllum mögulegum lífverum.“
Ringulreiðin sem skapast hefur á Shifa, Al Awda og öðrum sjúkrahúsum víðs vegar um Gaza, hefur fyllt læknana örvæntingu. En þar sem ekkert vopnahlé er sjáanlegt og landamærin nánast lokuð, er komið í veg fyrir að nauðsynlegar birgðir berist til sjúkrahúsa og því munu fleiri halda áfram að deyja.
„Okkur finnst við vera hjálparvana gagnvart sjúklingum okkar,“ sagði Ghneim, læknir á bráðamóttökunni í Shifa. „Við viljum veita sjúklingum viðeigandi heilbrigðisþjónustu en í mörgum tilfellum er það ekkert sem við getum gert.“
Nasser og Musleh reyna að safna birgðum, kaupa vistir og samræma flutninga til Rafah-landamæranna, þar sem vörubílstjórar bíða óþreyjufullir eftir leyfi til að komast til Gaza og afferma björgunarfarm sinn.
„Allur heimurinn sneri baki við íbúum Gaza,“ sagði Nasser. „Og núna erum við bara að bíða eftir kraftaverki.“

Þær eru átakanlegar lýsingar fréttamannsins á cnn.com.
Honum hefur tekist að komast í heimsókn á spítala á Gaza, einn af fáum ef nokkrum sem enn standa uppi, eftir linnulausar loftárásir Ísraela.
Það er engu hlíft og engu skeytt um hverjir verða fyrir sprengjuregninu; hvort það eru hinir voðalegu Hamazar, eða almennir borgarar, karlar konur eða börn.
Ef til vill finnst þeim sem fyrir sprengjukastinu standa bara best að gjöreyða öllu lífi, nema kannski rottunum og ef til vill er það stefnan að ekkert sem andann dregur verði eftir nema þær, sem þá gætu auðveldlega gengið í samfélag ísraelskra rottna.

Þjóðin sem þurfti að þola eitt ógeðslegasta ofstæki sem sagan greinir, stendur fyrir þessari aðför að lífi og ekkert lát virðist ætla að verða þar á.
Þeir eru ekki öfundsverðir hermenn Ísraels sem þurfa að hlýða fyrirskipunum yfirboðara sinna um að drepa alla, hvað sem fyrir verður, börn á öllum aldri, hvort sem þau nýfarin að draga andann, eða komin dálítið á legg. Fyrirmælin eru: Drepa allt sem hreyfist, dregur andann eða bærist, drepa það allt.
Hvað skilur það eftir í sálinni, að þurfa að vinna slíkan verknað?
Allt er þetta gert undir því yfirskyni, að bjarga þurfi gíslum sem dvelji neðanjarðar og séu þar í höndum Hamazliða.
Þannig er ástandið og ekkert bendir til að það breytist til batnaðar í bráð né lengd. Tortímingin ein blasir við fólkinu og ekkert er hægt að gera, því ríkið sem stendur að baki tortímendunum styður dyggilega við bakið á þeim.
Fyrir utan liggja þau við akkeri, flugmóðurskipin sem send voru á vettvang til þess að sjá til þess að önnur ríki blönduðu sér ekki í málið og ekki nóg með það, því í Írak m.a. dvelja herdeildir helríkisins tilbúnar til tortímingar, með ,,hinar viljugu þjóðir“ malandi í olnbogabótinni.

Færðu inn athugasemd