Netanyahu gengur trúlega vel að búa til hatur á ríki gyðinga, sé tekið mið af framkomu hans og hersins sem hann etur á varnarlaust fólk í Gaza.
Við sjáum enn eina frásögnina af því sem er að gerast í https://www.wsj.com/world/middle-east/israel-faces-growing-international-pressure-to-pause-gaza-strikes-5f422195 en þær má reyndar finna svo miklu, miklu víðar, því fjölmiðlar út um allan heim segja frá.

Maður nokkur reynir að komast áfram með barn í fanginu, annar virðist vera að leita að einhverju í rústunum sem hann er að fóta sig yfir, sprengjur falla, Antony Blinken sést bregða fyrir og sjúkrabíll er sem ónýtur í grennd við sjúkrahúsið Shifa.
Fallnir í herferð – ef herferð mætti kalla – Ísraels er orðin heiminum öllum kunn og fræg að endemum, en þeir komast upp með gjörð sína, studdir af gyðingaríkinu stóra og öfluga, hernaðarbákninu heimsvaldasinnaða, Bandaríkjunum og það er haldið áfram sprengjukastinu, þó komið sé svarta myrkur, enda myrkraverkin best að vinna í myrkri.
Hlé af hálfu Ísraels kemur ekki til greina, því það myndi aðeins hjálpa Hamas segir Blinken, svipaður á svipinn og froskur sem ekki hefur komist í vatn.
Hann er einbeittur í stuðningi sínum við gyðingaríkið og segir sem svo að það megi ekki hverfa til þess sem var, áður en núverandi átök byrjuðu. Þvælir í stuttu máli sagt út og suður, en segir þó á einum staða, að það þurfi að gera hlé á hernaðinum til að ná föngum sem eru í haldi.
Hverjir þeir fangar eru og hvernig þeim verður náð úr prístundinni, er á huldu og satt að segja er fátt annað hægt að lesa út úr því sem miðilinn segir frá, annað en, að Blinken getur blaðrað, enda sjálfsagt til þess ráðinn.
Þetta er nefnilega svo voðalega flókið að í lokin er því slegið föstu að:
,,Hagsmunir Bandaríkjanna felast í skjótum og afgerandi sigri Ísraels“.
Netanyahu Rejects Calls for a Temporary Israeli Cease-Fire in Gaza – WSJ

Færðu inn athugasemd