Við höfum getað fylgst með áhuga Trumps og athafnasemi hans, í því sem kalla vilja til að stækka Bandaríkin og við bíðum spennt eftir því, hvaða land hann hyggst leggja undir Bandaríkin næst.

Hann byrjaði smátt en sækir í sig veðrið með hverjum deginum og við vitum alls ekki hvað kemur næst og ritara grunar að hann viti það ekki sjálfur.


Teikningarnar koma víða að.


Teiknarar fjölmiðlanna okkar, hafa úr nógu að moða og hver myndin tekur við af annarri en sannleikurinn er sá, að betra væri að maðurinn hefði hægt um sig og gerði sér far um að umgangast heimsbyggðina af, þó ekki væri nema örlítilli virðingu.
Við munum þá tíma þegar forsetar Bandaríkjanna voru ábyrgðarfullir menn sem gengu um heiminn af virðingu og við vonum að þeir tímar komi aftur.
,,Hugsaður fyrst og talaðu svo“ er gott heilræði sem margir munu kannast við og að mati ritara er það í fullu gildi ennþá, þó ýmsar blikur séu á lofti.
Við lifum í voninni um að það komi betri tímar með blóm og frið, eða a.m.k. friðarvilja, sem verði hafður í hávegum í stað þess hástemmda gaspurs sem nú ræður ríkjum í vestri og víðar.
,,Hugsa fyrst og tala svo“, er gott heilræði sem mætti fara oftar eftir og gildir það jafnt um þann sem þetta ritar og hina sem telja sig ráða yfir heiminum og það þó þeir hafi eingöngu verið kosnir til embættis í sínu heimalandi.

Færðu inn athugasemd