
Horft yfir sviðið?
Hann starfar eftir reglunni sem er ,,ég geri það af því ég get það“, rykkir sig og hnykkir, reigir sig og skælir og við vitum alls ekki, hverju hann tekur upp á næst.
Lýðræði í auðræðisríki virkar ekki sérlega vel, en virkar þó að einhverju leyti og getur virkað vel ef út í að er farið.
,,Það veldur hver á heldur“ eins og þar stendur og við höfum séð nokkra ágætismenn og vandaða fara með forsetaembættið í Bandaríkjunum.
Núverandi forseti er ekki einn af þeim og við vitum aldrei með neinni vissu, upp á hverju hann tekur næst.
Hvert ,,heilkennið“ er veit ritari ekki, en íslenskt máltæki segir að ,,margur verði af aurum api“.
Um þá ágætu frændur okkar manna viljum við ekki fara illum orðum og því staðnæmumst við þar í þeim samanburði og segjum ekki meira.
Apar eru frændur okkar manna en við myndum seint kjósa þá til æðstu embætta í mannheimum.
Núverandi forseti Bandaríkjanna er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem farið hefur yfir strikið, fjarri því.
Upptalning á mönnum sem farið hafa með æðstu völd en ekki reynst færir um að valda hlutverkinu þegar á hólminn var komið, gæti orðið löng og ritari hættir sér ekki út í að gera tæmandi upptalningu á furðufuglum allskonar sem farið hafa með æðstu völd meðal þjóða.
,,Ég geri það af því að ég get það“ virðist vera leiðarstefið og það er ekki góð leiðsögn fyrir þann sem fer með æðsta vald eins voldugasta ríkis veraldar.
Vafalaust verður einfalt að ná Grænlandi (þeir eru þar nú þegar) og litla Ísland verður ekki Þrándur í götu með sinn varnarsamning við Bandaríkin.
Við bíðum og sjáum til um hvað verður næst og vonumst til að ekki fari illa og að sá sem á heldur, nái áttum áður en heimsfriðurinn, – sem sjaldnast er alveg ,,heimsfriður“ -, fer veg allrar veraldar.

Færðu inn athugasemd