,,Friðurinn“ í Gaza

Það gengur illa að halda friðinn í Gaza og það virðist engu skipta hvort um er að ræða börn eða fullorðið fólk, því allir eiga það á hættu að verða drepnir af ísraelska hernum.

Á myndunum, sem fylgja umfjöllun The Guardian, sjáum við að engu skiptir hverjir í hlut eiga, því börn jafnt sem fullornir, geta orðið fyrir skothríð ísraelska hersins og allt er þetta vegna þess sem gerðist þegar liðsmenn Hamaz réðust á tónleikagesti og drápu fjölda fólks og tóku gísla.

Gíslarnir eru flestir látnir, en eins og við munum eftir, þá var samið um að skila þeim til Ísraels hvort heldur sem þeir væru lifandi eða ekki.

Það hefur gengið misjafnlega að finna líkin undir rústunum af því sem áður var borgin Gaza, en það hefur þó verið reynt.

Allt þetta má rekja með einum eða öðrum hætti til þeirrar ráðstöfunar að stofna Ísraelsríki eftir hörmungarnar sem gengu yfir Gyðinga í heimstyrjöldinni síðari.

Að þeirri styrjöld lokinni, upplýstist um voðaverk nazista og í einskonar tilraun til að bæta fyrir þau, var stofnað ríkið Ísrael.

Ríki sem hefur blómstrað og dafnað á kostnað þeirra sem hraknir hafa verið brott af landi sínu, þ.e. íbúanna sem búið höfðu í landinu svo mörgum kynslóðum skipti.

Þessa sögu þekkja flestir og skemmst er frá því að segja, að enn er verið að hrekja fólk af landi sínu til að stækka Ísrael.

Sagan er sorgleg og sýnir okkur, að svo langt ná gæði okkar manna sem matarástin nær og í þessu tilfelli felst ,,matarástin“ í því að stækkandi ríki þarf sífellt meira pláss.

Forseti Bandaríkjanna sér fyrir sér að breyta Gaza í sólarströnd fyrir ríka og kannski verður það ofan á, að nýríkir Nonnar og Gunnur, flatmagi í sólskini á því sem eitt sinn var land fólksins sem búið er að myrða og/eða hrekja af landi sínu.

Þegar svo er komið, geta menn síðan snúið sér óskiptir að því að sölsa undir sig Vesturbakkann!

Hvort það verður til flatmögunar eða ekki, mun koma í ljós eftir því sem tíminn líður.

Færðu inn athugasemd