Úkraína og friðurinn sem leitað er að.

Í grein í The Guardian er sagt að nýtt hljóð, eða að minnsta kosti öðruvísi hljóð, sé komið í Zelensky og félaga, varðandi ósk um inngöngu í Atlantshafsbandalagið.

NATO var stofnað í kjölfar þess að heimsstyrjöldinni, sem kölluð var sú síðari lauk og var bandalag vestrænna ríkja um að standa saman samkvæmt lögmálinu ,,einn fyrir alla og allir fyrir einn“.

Inn í þennan hóp komast menn ekki nema að uppfylltum vissum skilyrðum og ef rétt er munað, þurfa ríkin sem bandalaginu vilja tilheyra að vera lýðræðisríki.

Ýmislegt hefur skort upp á, að Úkraína geti talist með í þeim hópi og ef til vill, ekki síst eftir að Rússar ákváðu að grípa inn í óöldina sem ríkti í svokölluðum sjálfstjórnar héruðunum (Donbass).

Hvort þeir gerðu það of seint eða of fljótt, eða hvort þeir áttu að grípa þar inn í yfirleitt, er endalaust hægt að þrefa um og þrasa, en muna má að þeir voru búnir að vara úkraínsk ,,stjórnvöld“ við í langan tíma, með vopna sýningum á ,,landamærunum“ áður en til innrásarinnar kom.

Ekkert mark var tekið á því vopnaskaki, sem stóð nokkuð lengi og eins og við vitum, fór svo, að rússneska hernum voru gefin fyrirmæli um að fara inn í héruðin og stilla til friðar, sem ekki hefur gengið nógu vel.

Ef svo fer, að hægt verður að finna friðinn með stolnu fé úr austri, sem Úkraína fengi gegn því að þeir viðurkenndu og virtu vilja og rétt íbúanna í Donbas, væri það alls ekki nægjanlega góður kostur, því gera má ráð fyrir að þeir sem stolið væri frá, sæu eftir aurunum sínum.

Einfalda lausnin er sú, að horfast í augu við það að fólkið í austurhluta Úkraínu vil ekki tilheyra því ríki og kýs frekar að tilheyra birninum í austri.

Á því er skýring sem allir sem vilja hafa, geta kynnt sér hafi þeir nennu til.

Þessu til viðbótar má geta þess að Russya Today greinir frá því sem flogið hefur fyrir, að spilltir menn og gráðugir vinna ekki að því að styrkja hag og virðingu þeirra sem ,,stjórna“ Úkraínu.

Að miðillinn R.T. greini frá því, sem verið hefur í fréttum víða, ætti ekki að koma á óvart.

Það er síðan með nokkrum ólíkindum að til standi, að ,,stela“ rússneskum fjármunum til að styrkja spillt stjórnvöld, svo ekki sé nú minnst á mont- sprikl, s.s. Þingvallahitting og ráðstefnuhöld í Hörpu o.fl!

Færðu inn athugasemd