Flóknara en flókið?

Það hefur margoft komið í ljós að deilurnar milli Rússlands og Úkraínu eru flóknari en svo, að hægt sé að afgreiða þær með því einu, að segja ,,að Rússar hafi ráðist inn á Úkraínu“

Mynd sem fylgir frétt The Guardian.

Hver gerði hverjum hvað, og hvað er það sem varð til þess að Rússa gáfust upp á ástandinu sem var og hófu hernað, til að verja ,,sjálfstjórnarsvæði“ sem engan frið fengu vegna ófriðarafla úr vestri.

Deilan er löng og rekur sig áratugi aftur í tímann og það sannast ágætlega í frétt sem birtist í The Guardian, þar sem sagt er frá því, að úkraínskir menn hafi verið fengnir til, að vinna skemmdarverk á lestarteinum til að hindra vopnaflutninga frá vestri til Úkraínu.

Fram kemur í fréttinni, að mennirnir voru frá austurhéruðum Úkraínu, sem fellur vel að skýringum um hvernig ófriðurinn, sem nú er kallaður ,,allsherjarinnrás“ Rússlands, í a.m.k. sumum vestrænum fjölmiðlum, hófst.

Þeim mönnum sem þar er um er rætt, rennur væntanlega blóðið til skyldunnar og vilja gera sem þeir geta, til að lenda ekki undir yfirráðum ,,stjórnvalda“ í Kiv.

Þeir styðja Rússa, sem þeir telja vera að styðja þá í baráttu sinni fyrir að losna undan yfirráðum úkraínskra ,,stjórnvalda“ og eru þeim þakklátir fyrir það sem þeir eru að gera.

Frétt The Guardian geta menn lesið á vef miðilsins, sem er t.d. hægt að gera með því að nota tengilinn sem er í þessum pistli.

Deilumálin eru í grunninn einföld, þó okkur finnist þau flókin, og ritara dettur í hug slagarinn, ,,Hver gerði Gerði grikk í sumar“ o.s.frv. en hér er um að ræða lest, sem sett var út af sporinu af ,,úkraínskum“ mönnum sem ráðnir voru til þess og það er alls ekkert grín.

Saga þessa ófriðar rekur sig lengra aftur, en oftast er látið í veðri vaka og vilji menn meira af fréttum af þessum ófriði, má t.d. lesa um það í CNN.COM og eflaust víðar og hafi menn líka áhuga á rússnesku hliðinni á þessu, þá er hún t.d. í boði á Russya Today.

Hugmyndin að yfirskriftinni á þessum pistli er fenginn úr orðtaki bónda sem ritari kynntist sem ungmenni.

Hann sagði stundum sem svo, þegar honum blöskraði eitthvað, að það væri ,,vitlausara en vitlaust“.

Hér er vitleysan skaðleg fyrir fólk, mannvirki, þjóðir og a.m.k. Evrópu alla og það er hættulegt að espa upp, í stað þess að lægja öldur og vinna að friði.

Færðu inn athugasemd