Samningar eða ekki og herflokkurinn umkringdi

Á rússneska vefmiðlinum Russya Today er sagt frá því að hugsanlegt sé að fundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands verði haldinn í Búdapest.

Meistari Trump kemur mikið við sögu þessa dagana, hvort heldur hann er að rigga upp húsi á lóð hins Hvíta húss eða ,,stilla til friðar“ milli Ísraels og Hamaz, en að hann geti lægt öldurnar sem æða yfir Evrópuríkin er ekki eins víst, en Ívar teiknari Morgunblaðsins, er laginn við að bregða upp myndum af honum.

Tímafresturinn fram að fundinum sem nefndur er hér í upphafi er sagður vera um tvær vikur eða eins og segir í texta R.T.: ,,Bandaríkin hafa enn áhuga á að hitta Rússa til að ræða um leiðir til að binda enda á Úkraínudeiluna, að sögn Marco Rubio utanríkisráðherra […]. Ummæli hans koma í kjölfar þess að fyrirhugaður leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta var settur í bið.“

Og síðan segir að:
Rubio segist hafa áður átt ,,gott samtal“ við Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og að tvíhliða viðræður muni halda áfram. „Við viljum samt hitta Rússa,“ hefur CNN eftir Rubio.

Þá er sagt frá því, að þeir Trump og Putin hafi átt langt símtal um málin en eins og við vitum var fundi þeirrra frestað fyrir nokkrum dögum.

Haft er eftir Mariu Zakharovu, talskonu rússneska utanríkisráðuneytisins, að áframhaldandi samskipti við bandaríska utanríkisráðuneytið væru ,,opin“.

Zakharova bætti við að Rússar litu svo á að markmið frekari samskipta við Bandaríkin væru ,,auknir möguleikar fyrir viðræður milli Rússa og Bandaríkjamanna, um ýmsa þætti tvíhliða samskipta og um fleiri sameiginleg skref varðandi Úkraínu.“

Úkraína er svo sem sjá má upp á borðinu og vonandi komast menn að þeirri niðurstöðu að rétt sé að hætta leiknum að eldinum og vinna þess í stað að friði milli ríkjanna.

Ekki var ritari fyrr búinn að pára þetta en fréttir bárust af því að Trump hefði aflýst fyrirhuguðum fundi þeirra Putins, þannig að skjótt skipast veður í lofti þessari pólitík.

Þegar þessu pári var lokið barst síðan frétt af því að rússneski herinn hefði umkringt úkraínskan herflokk á Kupyansk og Krasnoarmeysk svæðinu og fréttinni var sagt, að Putin hefði lagt að mönnum ,,… að gera ráðstafanir til að tryggja uppgjöf úkraínskra hermanna til að lágmarka mannfall. Hann benti á að rússneski herinn hefði alltaf sýnt óvinum sínum miskunn og lagði áherslu á að það yrði að halda því áfram.“

Færðu inn athugasemd