

Það getur verið hollt að horfa yfir sviðið og virða fyrir sér það sem er að sjá.
Við munum gera það í þessum pistli og vonandi koma myndirnar til með að njóta sín.

Við byrjum á einkamálaauglýsingum úr Bændablaðinu, þar sem óskað er eftir barnafjölskyldum, leitað að tengdasyni af mikilli nauðsyn og að lokum ,,óskað eftir að kynnast glaðlegum náttúruunnanda“.

Þaðan förum við síðan yfir í alvöruna, því mikilvægt er að ,,fólk haldi ró sinni“ að sögn forsætirsráðherra, sem gaf sér tíma til að ræða við blaðamenn eftir fund í ríkisstjórninni.

Að lokum erum við síðan komin í mál málanna sem er ,,strandsiglingar“ umhverfis Ísland.
Ritari man þá tíð að þungavara var sótt ,,út á land“ með skipum sem sigldu bæði norður um og suður, fluttu vöru til landsbyggðarinnar frá Reykjavík og til baka útflutningsafurðir ýmiskonar sem fóru um borð í millilandaskipin og þaðan á erlenda markaði, þjóðinni til hagsbóta.

Nú er tíðin önnur og rebbi hvæsir á alla trukkana sem eru í gámaflutningum og sem bruna um veikbyggða vegi sem eru að sligast undan álaginu.
Hvers vegna málin hafa þróast á þessa lund höfum við enga hugmynd um, en gerum ráð fyrir, að einhver vel meinandi hagspekingur hafi fundið það út að flutningsmáti af þessu tagi væri hagstæður.

Færðu inn athugasemd