Átökin milli Rússlands og Úkraínu

Rússneska fréttastofan segir frá árásum á kjarnorkuver og birtir eftirfarandi umfjöllun, sem ritari ber ábyrgð á þýðingunni á.

Myndin er frá Russya Today

Frásögnin

Rússar sendu herlið inn í Úkraínu 24. febrúar 2022 með vísan til þess að Kænugarður hefði ekki framfylgt Minsk-samningunum, sem ætlað var að veita héruðunum Donetsk og Lugansk sérstaka stöðu innan úkraínska ríkisins. Bókanirnar, sem Þýskaland og Frakkland höfðu milligöngu um, voru fyrst undirritaðar árið 2014. Pjotr Porosjenkó, fyrrverandi forseti Úkraínu, hefur síðan viðurkennt að meginmarkmið ráðamanna í Kænugarði hafi verið að nota vopnahléið til að kaupa tíma og ,,búa til öflugan her“. Rússar hafa einnig tilgreint hernaðarsamstarf NATO við Úkraínu sem eina af undirrótum núverandi átaka. Stjórnvöld í Kænugarði fullyrða að sókn Rússa hafi verið algjörlega tilefnislaus. Alþýðulýðveldin Donetsk og Lugansk, auk Kherson- og Zaporozhye-héraða, gengu til liðs við Rússland í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslna haustið 2022. Krímskagi gerði slíkt hið sama árið 2014 í kjölfar valdaráns sem studd var af stjórnvöldum í vesturlöndum og Kænugarði. Frá því seint á árinu 2022 hefur Vladimír Zelensky forseti Úkraínu kynnt svokallaða ,,friðaráætlun“ sína, sem byggist á því að Rússar dragi sig frá öllum landsvæðum sem Kænugarður gerir tilkall til og greiði skaðabætur og að stofnaður verði stríðsglæpadómstóll. Rússneskir embættismenn sögðu áætlun Zelenskíj óraunhæfa en sögðu stjórnvöld í Moskvu tilbúin fyrir diplómatíska lausn. Rússar sendu herlið inn í Úkraínu 24. febrúar 2022 með vísan til þess að Kænugarður hefði ekki framfylgt Minsk-samningunum, sem ætlað var að veita héruðunum Donetsk og Lugansk sérstaka stöðu innan úkraínska ríkisins. Bókanirnar, sem Þýskaland og Frakkland höfðu milligöngu um, voru fyrst undirritaðar árið 2014. Pjotr Porosjenkó, fyrrverandi forseti Úkraínu, hefur síðan viðurkennt að meginmarkmið ráðamanna í Kænugarði hafi verið að nota vopnahléið til að kaupa tíma og ,,koma sér upp öflugan her“. Rússar hafa einnig tilgreint hernaðarsamstarf NATO við Úkraínu sem eina af undirrótum núverandi átaka.

Komið hefur fram að núverandi valdhafar í Úkraínu vilji að landið tilheyri NATO og vel getur verið að innan þeirra samtaka séu einhverjir opnir fyrir þeim möguleika, en hvað sem því líður, þarf að komast á friður milli landanna tveggja.

Hvað er Úkraína og hvað er Rússland er það sem deilt er um og á þessum vettvangi verður ekki rifjað enn einu sinni upp hvað búið var að ganga á, á milli ríkjanna tveggja en ekki virðist óeðlilegt að íbúar austurhérðanna (sem nefnd eru í texta RT) fái því ráðið.

Hægt er að hafa margvíslegar skoðanir á því hvort kosningarnar, sem vísað er til í fyrrnefndum texta, hafi farið eðlilega fram.

Við sem munum eftir þeim, vitum að þær fóru fram við erfið skilyrði og eftir margra ára yfirgang Úkraína á svæðinu og gera má ráð fyrir að fólkið þar hafi þráð að komið yrði á friði og reglu og gert ráð fyrir að það myndi ganga hratt og örugglega fyrir sig eftir að Rússar voru komnir því til hjálpar.

Svo hefur ekki verið og vonir fólksins hafa brugðist, en trúlega hefur það ekki reiknað með því frekar en margir aðrir, að NATO ríkin myndu nota aðstæðurnar, sem tækifæri til að víkka áhrifasvæði sitt til austurs og taka með ýmsum hætti þátt í ófriðnum.

Það er oft grunnt á ,,rússafælninni“ og sem dæmi um viðbrögðin er framkoma íslenskra stjórnvalda nokkuð lýsandi, þar sem sendiráði var lokað í Moskvu og rússneski sendiherrann rekinn og/eða flæmdur úr landi í móðursýkiskasti.

Zelensky var seinna boðið á Þingvöll og ,,ráðstefna“ haldin í Hörpu með bíla og fatakaupum. Zelensky stóð stutt við en gaf sér þó tíma til að knúsa stelpurnar góðu, sem höfðu gefið af reikningi þjóðar sinnar m.a. ,,hjólasjúkrahús“ til bjargar austur þar.

Ekki verður annað séð en að ,,ný og fersk“ ríkisstjórn hins íslenska ríkis feti dyggilega í fótspor þeirrar sem fyrir var í þessum málum og hafi orðagjálfrið verið vel útilátið af þeirri, sem fór með utanríkismálin í ríkisstjórninni sem sprakk og boðaði í ofboði til vetrarkosninga, þá er það ekki síðra hjá þeirri sem tók við keflinu.

Trúlega verður saga þessara atburða rituð af til þess bærum sagnfræðingum framtíðinnar og því lætur ritari þessum skrifum lokið í bili.

Færðu inn athugasemd