Ferskvatn undir hafsbotni

Íslenskir miðflokkskútar eru uppljómaðir af hugmynd sinni um að leitað verði að olíu á svokölluðu Drekasvæði en virðast ekki muna efir því, að leit sem þar fór fram skilaði ekki árangri.

CNN.COM segir frá annarri leit sem vísað er til í fyrirsögn þessa pistils. Þar var leitað eftir fersku vatni undir hafsbotni og hún skilaði árangri.

Þar segir frá því að borað hafi verið eftir vatni norðaustur af Bandaríkjunum og viti menn það fannst.

Og það sem þeir uppgötvuðu gæti haft mikil áhrif á heiminn, sem glímir við sífellt alvarlegri vatnskreppu, segir í frétt CNN af málinu.

,,Tilvist ferskvatns undir Atlantshafi hafi verið þekkt í áratugi, en það hafði verið nánast órannsakað.

Á sextugasta og 70 áratugnum lentu vísindaleiðangrar og fyrirtæki sem boruðu í hafið eftir auðlindum eins og olíu, stundum í ferskvatni.

Síðan þ.e. árið 2019, tilkynntu vísindamenn frá Woods Hole Oceanographic Institution og Columbia háskóla ,,óvænta uppgötvun“. 

Með því að nota rafsegulbylgjur náðu þeir að kortleggja risastórt ferskvatnssvæði undir sjónum, sem teygði sig meðfram ströndinni frá Massachusetts til New Jersey og hugsanlega lengra.“

Sagan er ekki nærri öll og fyrir áhugasama er rétt að benda á greinina sem hægt er að nálgast á tenglinum sem er hér í upphafi þessara hugleiðinga.

Færðu inn athugasemd