Fortíðin blasir við þeim sem moka ofan af heilli borg sem talin er geta verið um 3000 ára gömul. Frá þessu er sagt af BBC.COM þar sem segir frá minjum sem grafnar voru upp í Perú. Talið er að ,,hin nýuppgötvaða eyðimerkurborg geti breytt söguskoðun okkar“ segir þar. Myndirnar sem hér eru birtar eru fengnar af síðu BBC og áhugasömum er bent á, að þar er hægt að nálgast ítarlega frásögn af þessari uppgötvun.

Borg var grafin upp í eyðimerkurhlíðum Perú sem telin er vera um 3800 ára gömul og gæti breytt skoðun okkar á menningu sem var.

Það mun vera um fjögurra tíma akstur til staðar þess fyrir norðan Lima þar sem borgin leyndist og það mun hafa verið mikil menning sem þarna var fyrir um 3800 árum.

Staðurinn sem grafinn var upp er með 18 mannvirkjum s.s. hof og íbúðarhús, en mikilvægast mun vera, að nýjar vísbendingar hafa uppgötvast um fólkið sem þarna bjó s.s. að það hefur aðlagast loftslagshamförum og það án þess að herja á aðra ólíkt því sem nú gerist.
Hlíðarnar þar sem borgin fannst eru vindblásnar, leirveggirnir molnaðir og hiti stígur upp úr eyðimörkinni. Uppgötvunin er að opna okkur sýn inn í liðinn tíma, tíma sem grafinn var undir yfirborði jarðar.

Eða eins og segir í frásögn BBC.

,,Löngu fyrir tíma Azteka, Maya og Inka var þurr strönd Perú heimili Caral, eins elsta og friðsælasta samfélags heims. Aðalbyggð þeirra, Caral-Supe, sem talin er vagga siðmenningarinnar í Ameríku og sem hefur verið á Unesco-listanum síðan 2009, blómstraði fyrir 5.000 árum þ.e. á sama tíma elstu þéttbýliskjarnar í Mesópótamíu og Egyptalandi sem eru hinum megin á hnettinum.“
Eins og áður sagði er ítarleg frásögnin á BBC.COM sem hægt er að nálgast þar t.d. með tenglinum sem er í upphafi þessarar frásagnar.

Færðu inn athugasemd