Mikill hvellur hefur, sem vonlegt er orðið vegna dróna sem enduðu flugferil sinn í Póllandi en hvaðan þeir komu og hvert þeim var ætlað að fara er óvíst. Russya Today fjallar um atburðinn og þar á bæ er það gagnrýnt að ekkert hafi verið látið uppi um hvaðan þeir komu, né hverrar gerðar þeir voru.

Við munum eftir flygildi sem lenti í Póllandi og Mark Rutte er mátulega hress og minnir á að hægt sé að grípa til margskonar vopna til að svara fyrir það sem gerðist en vonandi verður það a.m.k. ekki fyrr en fyrir liggur, hvaðan drónarnir komu og hvers vegna þeir fóru þangað sem þeir lentu, þ.e.a.s. í Póllandi.
Zelensky var fljótur að fullyrða að um rússneska dróna væri að ræða og það svo að upp vakna hugmyndir um hvort hann hafi eitthvað að fela eða komu þeir t.d. frá vestanverðri Úkraínu fyrir mistök?
Hvað sem þessum vangaveltum líður, þá er óþolandi fyrir fólk að búa við það, að geta átt von á heimsóknum af þessu tagi og skiptir þá minna máli hver að baki stendur!

Af innlendum vettvangi er það annars helst í fréttum að svokallaður Eldhúsdagur var haldinn hátíðlegur á Alþingi og þó þessi mynd Gunnars sé frá 25. júlí síðastliðinn þá er hún í fullu gildi.
Af myndinni má ráða að þau sem í ríkisstjórninni sitja séu tilbúin til að valta yfir stjórnarandstöðuna en í gærkvöldi sáum við að engin þörf né hætta er á að það gerist, því ,,andstaðan“ sér um sig sjálf hvað það varðar.

Því má við þetta bæta að Guðni Ágústsson telur að Sigurður þurfi að skoða stöðu sína sem formaður Framsóknarflokksins!

Færðu inn athugasemd