Syrtir í álinn?

Forseti Bandaríkjanna vill ekki heimila úkraínskum stjórnvöldum notkun á langdrægum skotflaugum, samkvæmt því sem fram kemur í The Guardian.

Mynd úr safni

Hvort hér er um að ræða ,,leik“ til að auka möguleika á friðsamlegir lausn á átökunum sem verið hafa mlli Rússlands og Úkraínu verður ekki fullyrt hér.

En hvað sem því líður er hvert eitt skref sem stigið er til að stöðva stigmögnun átakanna virðingarvert.

Sumir og þar á meðal Ríkisútvarpið íslenska, miða upphaf átakanna við það þegar Rússar réðust inn í Úkraínu sem er ótrúleg einföldun af hálfu fréttastofu sem á góðum degi vill láta taka sig alvarlega.

Flestir munu vita, að ófriðurinn hafði staðið árum saman án þess að Rússar blönduðu sér af nokkurri alvöru í málin og þó ýmislegt megi finna að framgöngu Rússa í núverandi átökum, þá verður því ekki haldið fram að þeir hafi sýnt mikla tilburði til að hjálpa íbúum á Donbas svæðinu til að takast á við ný- nasista innrásina úr vestri þ.e. Úkraínu.

Í því sambandi má þó benda á að Rússar útveguðu fólkinu varnarvopn og þar á meðal loftvarnarkerfi sem Tyrkland fjárfesti í og mun vera kallað SS 200, ef rétt er munað.

Tyrkir munu hafa kunnað betur með tólin að fara því ekki man ritari til að þeir hafi notað þau til að skjóta niður farþegaflugvél, en eins og margir munu muna, slysuðust verjendur í Lughansk til að skjóta niður hollenska farþegaþotu sem flaug yfir landssvæðið.

Með þotunni fórust um 200 manns og er það enn eitt dæmið um að það eru ekki eingöngu þeir sem vopnum beita sem gjalda fyrir ófrið, en hvers vegna vélinni var valin þessi flugleið hefur ekki verið mikið um fjallað, svo að ritari þessa pistils hafi tekið eftir.

Hvað sem því líður og ýmsu öðru sem hent hefur í þessum ömurlegu átökum sem rekja uppruna sinn að mestu til þess sem fyrr var getið, þá má fagna því að stjórnvöld í Bandaríkjunum sýni vott af ábyrgðartilfinningu þegar kemur að útvegun vopna til nota í ófriði.

Það stendur líklega ekki á ríkjum V-Evrópu að bæta Úkraínum skaðann, því þar eru að því eð virðist, öll vopnabúr galopin fyrir Zelensky og félaga.

Færðu inn athugasemd