Svo er að sjá sem þannig geti það verið ef maður er forseti Bandaríkjanna og þá er hægt að halda því fram, að ,,samið“ hafi verið um 15% tolla Bandaríkjanna á vörur sem fluttar verði frá ESB til USA.

,,Segðu mér hverjir vinir þínir eru og ég skal segja þér hver þú ert“ er stundum sagt og Lavrov veit það og það gera fleiri.
Hinn geðþekki ,,Íslands- vinur“ Lavrov sér það sem flestir hljóta að sjá, að Trump hinn bandaríski er að fara illa með ,,vini“ sína í Evrópu.
Var ekki ,,samið“ um 15% toll á evrópskar iðnaðarvörur til Bandaríkjanna í staðinn fyrir 0% tolla á bandarískum vörum?
Samkvæmt fréttum sem borist hafa er svo að sjá og hlýtur það að bera samningasnilli evrópskra ráðamanna vitni.
En hvað gera menn ekki fyrir vináttuna og muna skulum við það, að ,,vinátta“ Bandaríkjanna birtist okkur í tollaslag við ESB en líka í stríðsrekstri gegn íbúum á Gaza og á Vesturbakkanum.
Þar hefur Ísrael stöðugt verið að sölsa undir sig land og hrekja þau sem fyrir eru á brott og ef það er ekki landrán, hvað er það þá?
Íranir grófu sig í jörð niður með kjarnorkubúskap sinn og töldu sig vera hólpna og héldu að þaðan gætu þeir herjað á Ísrael með drónaárásum í nafni vináttu og samstöðu með fólkinu sem Ísraelar eru að reyna að hrekja af landi sínu.
Það leyst Trump, vini Von der Layen ekki á og sagði hinum friðsama bandaríska her að fara í málið og það var gert.
Þannig er staðan núna að íbúar Gaza eru ýmist sveltir til bana eða skotnir og sprengdir, í þeim tilgangi að ryðja landsvæði, fyrir Ísrael og Bandaríkin, eins og forseti þess síðarnefnda hefur stungið upp á af sinni alkunnu hreinskilni!
Hreinsum svæðið af núverandi íbúum og breytum því í baðstrandarparadís fyrir hina ríku, var boðskapurinn og eins víst er, að það verði niðurstaðan.
Því svo mikil er mannúðin manna, að þeir depa og hrekja fólk af landi sínu til að ryðja svæði fyrir hina ríku, til að þeir geti notið lífsins, bakað sig í sól og dreypt á ljúfum veigum, slakað á og gleymt öllu nema sjálfum sér, ef þeir voru þá ekki fyrir löngu búnir að gera það.

Færðu inn athugasemd