Fiskur og fleira gott

Í Heimildinni er löng grein um eignatengsl í íslenskum atvinnuvegum og eins og fram kemur í yfirskrift hennar, þá er athyglinni fyrst og fremst beint að eignatengslum í íslensku atvinnulífi þar sem útgerðirnar koma við sögu og eins og við flest vitum, þá eru það útgerðirnar sem nýta sér sjávarauðlindina.

Hér verður ekki kafað djúpt í þessa umfjöllun en aðeins bent á að hún er áhugaverð fyrir alla sem taka þátt í pólitískri umræðu.

Greininni fylgir heljarmikið graf af eignatengslunum, sem hér birtist í tvennu lagi og án þess að ábyrgð sé tekin á að rétt sé teiknað:

Efri hluti hér að ofan og neðri hluti að neðan.

Frásögnin upplýsir að tengslin eru margvísleg og þar blandast saman ýmis félög og einstaklingar, s.s. allt frá Kaupfélögum og yfir í hamborgarastaði og flest þar á milli s.s. sósugerð og útgerð flutningaskipa og margt fleira

Á þessum vettvangi verður ekki kafað dýpra í þessi mál a.m.k. ekki að sinni, enda af nógu öðru að taka.

Færðu inn athugasemd