Í Russya Today rakst ritari á ítarlega umfjöllun um stöðu heimsmála eftir árás Bandaríkjanna á Íran. Þar er fjallað um málin út frá rússneskum sjónarhóli en eins og við flest vitum þá er Rússland í stríðsátökum við Úkraínu ,,vegna árása Úkraínu á Donbas“.
Margt áhugavert kemur fram í þessari umfjöllun, sem er frá rússneskum sjónarhóli en það sem kemur fram í punktum Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseta Rússlands þótti einna áhugaverðast og er eftirfarandi:

Dmitry Medvedev
,,Hverju náðu Bandaríkin í raunverulega fram með miðnæturárás sinni á þrjú skotmörk í Íran?
1. Mikilvægir kjarnorkuinnviðir Írans virðast vera ósnortnir – eða í mesta lagi lítið skemmdir.
2. Auðgun úrans mun halda áfram. Og við skulum bara segja það hreint út: það mun sókn Írans í að komast yfir kjarnorkuvopn einnig.
3. Nokkur lönd eru sögð reiðubúin til að útvega Íran kjarnaodda.
4. Ísrael á undir högg að sækja, sprengingar bergmála í borgum landsins og óbreyttir borgarar örvænta.
5. Bandaríkin eru flækt í enn ein átökin, sem fela í sér raunverulegan möguleika á styrjöld.
6. Pólitísk forysta Írans hefur ekki aðeins lifað af – hún gæti hafa styrkst.
7. Jafnvel Íranar sem voru á móti stjórninni fylkja sér nú um hana.
8. Donald Trump, sjálfskipaður friðarforseti, hefur nýlega hafið nýtt stríð.
9. Yfirgnæfandi meirihluti alþjóðasamfélagsins hefur tekið afstöðu gegn Bandaríkjunum og Ísrael.
10. Á þessum hraða getur Trump kvatt friðarverðlaun Nóbels – þrátt fyrir hversu fáránlega útþynnt verðlaunin eru orðin.
Til hamingju, herra forseti. Sannarlega frábær byrjun.„
Vonandi er þessi þýðing marktæk en menn geta borið hana saman við frumtextannn með því að nota sér tengilinn sem er í upphafi þessa pistils.

Færðu inn athugasemd