Heimsóknir forystumanna

Kínverjar heimsækja Rússa og Rússar heimsækja Kína og frá því er sagt á Russya Today.

(Skjáskot úr RT og eins og sjá má var verið að halda upp á sigurinn í seinni heimstyrjöldinni.)

Þegar að er sótt, er gott að treysta ,,vinaböndin“ við þá sem eru traustsins verðir.

Eitt sinn var sú tíð að kínverskur leiðtogi brá sér yfir til bútasaumsríkisins og fór upp í traktor í boði leiðtogans, sem þá var þar við völd.

Byggð voru upp viðskiptasambönd við vestrið en nú er skollið á tollastríð sem enginn veit hvernig endar, nema sá sem allt veit, ef hann veit það þá.

Seinna kom að því að framtakssamt fólk á bátkænu sprengdi leiðslur á hafsbotni og sýndi þannig hvernig þakkað er fyrir sig á þeim bæ.

Hverjir voru þar að verki hefur smám saman verið að skýrast og böndin beinast að bestu vinum vestursins, þ.e. Úkraínum.

Ekki er það samt svo að þeir hafi lýst verkinu á hendur sér en talið er nær öruggt að fólkið sem verknaðinn framdi, hafi verið þaðan.

Bandaríkjamenn hafa alla vega ekki gengist við því að hafa verið að verki og reyndar er ólíklegt að svo hafi verið.

Biden, sem þá var forseti, hefur tæpast haft hugmyndaflug til að láta vinna slíkt verk, en vissulega hefðu Úkraínar getað komið fram með tillögu sem Biden hefði ekki getað hafnað!

Færðu inn athugasemd