Kjarnorkutilraunir

The Guardian segir frá tilraunum Frakka með kjarnorkuvopn í Kyrrahafi, sem er nánast eins langt frá Frakklandi og hægt er að komast. Væntanlega voru þær gerðar þar en ekki í Frakklandi af gildri ástæðu. Fleiri hafa haft þann hátt á og hafa t.d. Bandaríkjamenn stundum farið líkt að varðandi sínar kjarnorkutilraunir.

Þar sem enginn þekkir mann, þar er gott að vera, segir íslenskt máltæki og það gildir um þá sem gera tilraunir með kjarnorkuvopn, að þeim finnst best að vera sem lengst burt frá sínu og hafa t.d. Bandaríkjamenn farið þessa leið, eins og áður sagði.

Myndin er fengin úr grein The Guardian

Vopn af þessu tagi eru engin leikföng, svo sem Japanir minnast eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á borgirnar Hirosima og Nagasaki í seinni heimstyrjöldinni svokölluðu.

Greininni fylgir ljósmynd af sprengingu sem gerð var yfir Moruroa eyju, en það var þar sem Frakkar gerðu sínar tilraunir í um 30 ár.

Sagt er frá því í greininni hvernig reynt hefur verið að hylja slóð og blekkja þá sem reynt hafa að rannsaka afleiðingar tilraunanna, en greinina er hægt að nálgast á tenglinum sem gefinn er í byrjun þessa pistils.

Þar segir m.a.: ,,Í  vísindarannsóknin  frá 1974 kom í ljós að 110.000 manns – íbúar Tahítí og nærliggjandi eyja – hafa mögulega orðið fyrir geislun sem er nógu mikill til þess að þeir gætu átt rétt á bótum, vegna 23. mismunandi tegunda af krabbameini.

Slóðin liggur víða og virðingarleysi fyrir fólki sem lifir ,,einhverstaðar langt í burtu“ er yfirþyrmandi, fyrir utan það, að ekki er hér rætt um hve tilraunir af þessu tagi geta skaðað lífkerfið í heild.

Það mun vera ,,utan sviðsins“!

Færðu inn athugasemd