Líf í alheimi

Stjörnufræðingar hafa sagt fá því, að þeir hafi fundið „vísbendingar“ um að hugsanlega sé líf á reikistjörnu sem er utan utan sólkerfis okkar, en aðrir vísindamenn hafi lýst efasemdum sínum um að svo sé, enda ekki búnir að bregða sér á staðinn.

Það sem við sjáum á myndinni er hluti af Vetrarbrautinni okkar ásamt parti af Jörðinni, en ekki mynd af plánetunni sem um er rætt í gein Heimildarinnar.

Í upphafi greinar í Heimildinni sjáum við eftirfarandi:

Stjörnufræðingar tilkynntu í dag að þeir hefðu greint „vísbendingar“ um mögulegt líf á reikistjörnu utan sólkerfis okkar, þó aðrir vísindamenn hafi lýst efasemdum.

Þar segir að ,,í vísindasamfélaginu um hvort reikistjarnan K2-18b, sem er 124 ljósár frá okkur í Ljónsmerkinu, gæti verið heimur úthafa sem gæti hýst örverulíf, að minnsta kosti.“

Við sem nærðumst á unglingabókum á síðustu öld, höfum aldrei efast um að líf geti verið víðar en á okkar Jörð!

Við hnjótum að vísu um þar sem segir að: ,,[…] K2-18b, er á braut um stjörnu sína á 33 daga fresti.“

Sé þetta rétt, þá væri fróðlegt að vita hvar hún er, þegar hún er ekki á braut um stjörnu sína en við höldum, að greinarhöfundur hafi hugsanlega ætlað að segja okkur að hnötturinn sé 33 daga að fara hvern hring umhverfis sól sína.

Það er fart á kellu, var eitt sinn sagt og ef svo er, að þetta sé brautarhraðinn umhverfis stjörnuna, þá fer hnötturinn u.þ.b. tíu sinnum hraðar í kringum sína störnu en gamla góða Jörðin okkar gerir.

Hvað sem því líður er gott til þess að vita að við séu ekki ein í þessum heimi og vonandi er friðvænlegra einhverstaðar annarstaðar!

Friðvænlegast er að öllum líkindum þar sem ekkert líf er, svo dapurlegt sem það er.

Færðu inn athugasemd