Fuglaflensa veldur vandræðum

Eftir því sem fram kemur í frétt Russya Today hefur borist fyrirspurn frá Bandaríkjunum til Evrópulanda um hvor hægt sé að fá egg keypt frá þeim, vegna skorts á eggjum í Bandaríkjunum.

Myndin af þessari fallegu varphænu fylgir fréttinni.

Lífið er vesen eins og við vitum og þó Trump vilji hræra í sem flestu, gerum við ráð fyrir að hann vilji fá sitt spælda egg með beikoninu á morgnanna og svo eru egg notuð í margt annað eins og við vitum!

Í þessum sama miðli segir frá samningaviðræðum, sem ganga út á að koma á friði milli Úkraínu og Rússlands og svo er að sjá sem þar standi margir hnífar í vorri kú!

Rússar eru mátulega hrifnir af hugmyndum um friðargæslulið frá V- Evrópu í bakgarðinum hjá sér; eru trúlega búnir að fletta upp í sögubókum, hafi þeir þá þurft þess.

Þeir vita vel hverjir hafa ógnað tilveru Rússlands í á liðnum öldum og að þar koma við sögu t.d. þeir sem eitt sinn bendu Moskvu til grunna.

Nú er Moskva ekki úr timbri en það er örugglega hægt að eyðileggja hana ef vilji stendur til og ekki skortir tólin.

Hvað sem öllu þesu líður er þó gott til þess að vita að menn séu farnir að ræða saman og að umræðuefnið sé friður.

Hvernig íslenskar utanríkisfígúrur koma til með að taka sig út ef friður kemst á verður fróðlegt að sjá!

Þar hefur lítil breyting á orðið, þó skipt hafi verið um ríkisstjórn.

Færðu inn athugasemd