Vondur, verri, verstur…?

Í þessari umfjöllun er sagt á einum stað og haft eftir Macron hinum franska ,,…að Rússland ógni tilveru Evrópu…

Sem betur fer er notuð þátíð, þannig að við getum a.m.k. vonað að ógnin sé liðin hjá!


Eftir því sem best er vitað er Rússland í Evrópu og reyndar nokkuð stór hluti hennar.


Sagan segir okkur að margoft hefur verið ráðist á Rússland og þ.á.m. af Frökkum sem brenndu Moskvu til grunna en að því loknu lufsaðistaðist Napóleon heim við lítinn orðstír til að sleikja sár sín.

Macron er franskur.


Aðrir hafa líka reynt það sama og þ.á.m. Þjóðverjar og Úkraínar og kostaði það stríð, óhemju mannfórnir af beggja hálfu svo sem kunnugt er.


Meira að segja Bretar og Tyrkir hafa reynt fyrir sér í því sama, með alkunnum árangri.


Ef menn vilja fórna heimsbyggðin til þess að koma Rússum og öðrum þjóðum sem það land byggja á hnén, þá er hætt við að heimsbyggðin öll beri mikinn skaða af.


Allsherjar styrjöld með þeim vopnabúnaði sem Rússar og margar aðrar þjóðir hafa komið sér upp,  yrði þannig að allt líf á Jörðinni myndi bera af því mikinn skaða.


Eru menn búnir að gleyma Hirosima og Nagasaki?


Og er það eitthvað í líkingu við það sem þar gerðist, sem við viljum sjá á Jörðinni allri.


Því verður seint trúað en þeir sem kosnir hafa verið til ábyrgðarstarfa fyrir þjóðir heimsins ættu ekki að tileinka sér málflutning í anda Hitlers og þeirra sem með honum voru.

Færðu inn athugasemd