Sök bítur sekan

Fyrrverandi liðsmenn Breta frá Afganistan vilja komast á brott frá landi sínu og fá að setjast að í Bretlandi, væntanlega í þeirri von að þeir nái að lifa þar í friði fyrir Talibönum sem öllu ráða í því hrjáða landi.

Málið mun vera, að málaliðarnir fyrrverandi gætu haft vitneskju um glæpi, sem ekki er æskilegt að þeir tjái sig um.

Breskir hermenn eru nefnilega sakaðir um stríðsglæpi í þessu landi stríðsglæpa og líklegt er, að þeir vilji ekki að til landsins komi menn sem gætu verið líklegir til að segja frá.

Ástandið í Afganistan er í raun engum bjóðandi og náttúrulega allra síst konum og þeim sem barist hafa gegn Talibönum er alls ekki óhætt í landinu, þó karlkyns séu.

Við munum flótta Bandaríkjamanna frá landinu sem þeir ætluðu að breyta byggja og bæta, af sinni alkunnu víðsýni og snilld.

Fólk var svo skelfingu lostið þegar þeir flúðu á brott, að það reyndi jafnvel að hanga utan á flugvélunum sem voru að taka sig á loft, væntanlega af hræðslu við að verða limlest eða myrt af Talibönunum.

Bandaríkjamenn, Bretar, Rússar og fleiri hafa reynt að koma skikk á málin í þessu landi kvennakúgunar og ofstækis en ekkert gengið en hvað það er sem veldur því, að staðan er svona í landinu er torvelt að skilja.

Trúarbrögð og allskyns hégiljur eru sjálfsagt ástæðan fyrir því að landið er í hópi þeirra landa, þar sem engan þarf að öfunda, svo vitnað sé í kunnan bókartitil, sem reyndar fjallar um N- Kóreu.

Færðu inn athugasemd