febrúar 2025
-
CNN greinir frá því að við getum átt á heimsókn, en það dálítið langt þangað til. Teikning listamanns, sem fylgir umfjöllun fréttastofunnar, sýnir algengt smástirni. NASA leggur áherslu á að greina ógn af smástirnum sem gætu valdið skaða á Jörðinni og gerir það í þeim tilgangi að hægt verði að bregðast við þeim í tíma.…
-
Í þessari umfjöllun er sagt á einum stað og haft eftir Macron hinum franska ,,…að Rússland ógni tilveru Evrópu…„ Sem betur fer er notuð þátíð, þannig að við getum a.m.k. vonað að ógnin sé liðin hjá! Eftir því sem best er vitað er Rússland í Evrópu og reyndar nokkuð stór hluti hennar. Sagan segir okkur…
-
Fyrrverandi liðsmenn Breta frá Afganistan vilja komast á brott frá landi sínu og fá að setjast að í Bretlandi, væntanlega í þeirri von að þeir nái að lifa þar í friði fyrir Talibönum sem öllu ráða í því hrjáða landi. Málið mun vera, að málaliðarnir fyrrverandi gætu haft vitneskju um glæpi, sem ekki er æskilegt…
-
Grein er eftir þá Hákon Skúlason og Skúla Jóhannesson í Morgunblaðinu þann 18. febrúar 2025 undir yfirskriftinni Hvammsvirkjun og laxinn í Þjórsá. Í geininnni rekja þeir félagar sögu virkjana í ánni og lýsa því sem hefur verið gert til að tryggja göngur laxa. Skemmst er frá því að segja að það er hreint ekki lítið…
-
Svo virðist sem lítið hafi breyst og við séum á svipuðum slóðum og áður var en maðurinn sem hér var vitnað til, er ekki lengur ofar moldu og þarf því væntanlega ekki lengur að hafa áhyggjur af því sem er að gerast í alþjóðamálunum. Þar er fyrst til að taka, að ,,vinirnir“ tveir sem við…
-
Við lifum á undarlegum tímum þar sem því er líkast, sem vitstola menn ráði ríkjum. Setninguna hér á undan er því miður hægt að yfirfæra til ýmsra tíma í mannkynssögunni en það er eitthvað í því sem er að gerast núna sem keyrir um þverbak og gerir bloggara næstum orðlausan. Yfir eitt slíkt dæmi er…
-
Það sem sumir reiknuðu með að gæti gerst, hefur gerst. Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri, sýndi hvað í hann er spunnið þann tíma sem hann hélt utan um meirihlutasamstarfið í Reykjavík. Sýndi að hann réði við verkefnið og að hægt væri að fá fólk úr ýmsum áttum til að vinna saman. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur fer yfir…
-
Pólitíkin er skrýtin tík mun eitt sinn hafa verið sagt og það er ekki ofmælt! Það hafa verið sviptingar í stjórnmálunum að undanförnu. Kosið var til alþingis í landinu okkar góða og niðurstaðan varð, að Vinstri grænir gufuðu upp og þótti sumum það vera vonum seinna. Fylgi við hina stjórnarflokkana varð mun minna en menn…
-
Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með því hvernig þróunin hefur verið í Bandaríkjunum að undanförnu, en ekki má samt svo, að ríkjabandalagið hafi verið til sérstakrar fyrirmyndar í fortíðinni. Gaza, mynd af vef CNN Hinn nýi forseti Bandaríkjanna slær um sig og slær hinu og þessu fram og við vitum ekki hvort…
