janúar 2025

  • Það er ekki að undra þótt menn undrist og rífi í hár sér þegar staðan er sem hún er núna í íslenskri pólitík…, og þó!  Við höfum verið með konur í ýmsum æðstu embættum þjóðarinnar, eða allt frá forseta, forsætisráðherra og reyndar í nær öllum störfum sem bjóðast.  Ekkert bendir til að þær geti ekki…

  • Það er orðið nokkuð langt síðan ritari hefur skoðað fréttir af átökunum í Úkraínu en við yfirferð miðla morgunsins gerist það, sem svo oft áður, að frétt á CNN.COM minnir á að enn er barist um Donbas svæðið. Myndin er úr grein CNN.COM. Í fréttinni segir m.a. frá því að tregt sé orðið um gas…

  • Það var kosið til Alþingis og við okkur blasir að ekki fór allt eins og það átti að fara, bæði hvað framkvæmdina varðar og niðurstöðuna! Það hefur verið sagt frá þessu í Ríkisútvarpinu, Morgunblaðinu, Vísir og Heimildinni Það virðist sem það sé erfiðleikum bundið að fá atkvæði sem greidd hafa verið í alþingiskosningum rétt talin. …

  • Það hefur vekið athygli hve mikill áhugi Trump- feðga er á Grænlandi. Halldór sér það og við sjáum það flest og það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, að ,mikill vilji meira’ og svo er óvitlaust að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Við sem komin eru nokkuð til ára,…

  • Ríkisstjórnin mun hafa lýst eftir hugmyndum frá almenningi um hvernig spara megi í rekstri ríkisins. Heimildin fer yfir málið, skoðar viðbrögð almennings og birtir eftirfarandi lista: Við sjáum að fólki lýst best á að draga saman í rekstri Ríkisútvarpsins, fækka sendiráðum, afnámi listamannalauna og fækkun aðstoðarmanna ríkisstjórnrinnar sjálfrar. Að loka ,,Ríkinu“ þykir líka álitlegur kostur…

  • CNN.COM fer yfir stöðuna í styrjöldinni sem er milli Rússa og Úkraínu. Mynd úr umfjöllun CNN. Ýmislegt bendir til þess að átökin milli Úkraínu og Rússlands muni senn fara að ljúka. Í frétt CNN segir á einum stað í lauslegri þýðingu: ,,Í Kyiv bíða stjórnvöld og fylgjast með teiknum frá Moskvu og Washington og ítreka…

  • Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum miðlum og t.d. má benda á grein á BBC , þar sem farið er yfir stöðuna og ekki síst hvernig hægt verði að ljúka átökunum. Nýútsprunginn íslenskur utanríkisráðherra lét…

  • Trump stígur fram með sínum sérstaka hætti þessa dagana og sonur hanns bætir um betur og svo er að sjá, sem Bandaríkjamenn hafi kosið yfir sig forseta ,,sem ekki gengur á öllum“! Mynd óháð efni. Frá sumu af þessu er sagt á BBC.COM en þar eru t.d. nefndar langanir Trumps til að komast yfir Grænland,…

  • Á CNN.COM er sagt frá því að ísraelskir hermenn geti staðið frammi fyrir lögsókn vegna hernaðar Ísraels á Gaza og hugsanlega víðar. Í greininni sem hér er vísað til og sem nálgast má á tenglinum, er sagt frá því að almennur hermaður sem einungis gerði það sem honum var sagt að gera, hafi orðið að…

  • Í Heimildinni er grein um orkumálin, sem er hvatning til nýrrar ríkisstjórnar um að standa sig varðandi orkuöflun en eins og kunnugt er, þá er vikið að þeim þætti í samstarfssamningi hinna nýju ríkisstjórnarflokka. Greinina skrifar Ketill Sigurjónsson og yfirskriftin er Orkutækifæri Íslands á góðu skriði eða í öngstræti. (Myndinni sem hér fylgir er hnuplað…