Það virðist sem það sé erfiðleikum bundið að ná því fram að atkvæði, sem greidd eru í alþingiskosningum rétt talin.
Við munum eftir Borgarnes- ævintýrinu fyrir nokkrum árum og nú er sem um pínlega endurtekningu á því ævintýri sé að ræða.
Og það sem meira er, það er ekki hægt að kenna um sleifarlagi og vondum vinnubrögðum við talninguna, eins og gera mátti í Borgarnesi, því það eru vond vinnubrögð utan talningarstaða sem um er að ræða.
Í umfjöllun Heimildarinnar, þar sem vitnað er til umfjöllunar Morgunblaðsins, segir eftirfarandi um niðurstöðu talningar atkvæða:

Og með fylgir mynd:

Og það er heldur ekki um að kenna ófærð og vondu veðri, eins og búast mátti við í þeim kosningum til Alþingis sem fram fóru fyrir fáum vikum.
Vissulega má segja sem svo, að það sé dálítið galið að halda kosningar á þessum árstíma, þegar von er á öllum veðrum, sem veldur því að búast má við ófærð, sem valdið getur því, að atkvæði komist ekki á talningarstað.
Ekkert ef því tagi mun hafa valdið vandræðum í þetta sinn, þó tæpt stæði á sumum talningarstöðunum.
Og eins og fram hefur komið í umfjöllun ýmissa miðla, þá sitja nú á þingi þeir sem ekki hefðu komist inn ef rétt hefði verið farið með kjörgögnin.
Enginn efast um að þau gögn sem bárust hafi verið rétt talin, en það liggur í hlutarins eðli að gögn sem ekki berast á talningarstað eru ekki talin!
Á Alþingi sitja nú þingfulltrúar sem ekki myndu sitja þar ef allt hafði farið rétt fram.
Það hlýtur að vera óþægilegt að sitja sem þingmaður undir þeim kringumstæðum!
Það má hverjum manni vera ljóst að ekki verður við þetta búið hjá þjóð sem stærir sig að því að búa við gamalt og þroskað lýðræði.
Því gerum við ráð fyrir að búið verði svo um hnútana að talningarmistök líkt og í Borgarnesi eigi sér ekki stað, en einnig þarf að tryggja að öll atkvæði sem berast séu talin!
Við hljótum að reikna með því að hið nýja Alþingi rísi undir því að bæta svo úr, að þessir hlutir endurtaki sig ekki.
Þó það geti verið pínlegt fyrir suma þá þingmenn, sem sitja á þingi núna, að þurfa að bæta regluverkið sem um þessi mál gildir, þá verða þeir bara að láta sig hafa það!

Færðu inn athugasemd