Ríkisstjórnin mun hafa lýst eftir hugmyndum frá almenningi um hvernig spara megi í rekstri ríkisins.
Heimildin fer yfir málið, skoðar viðbrögð almennings og birtir eftirfarandi lista:
- 42 hugmyndanna snúast um að selja, loka eða minnka umsvif og hlutverk Ríkisútvarpsins.
- 40 hugmyndanna snúa að því að fækka eða draga úr sendiráðum.
- 25 hugmyndir snúast um að fækka aðstoðarmönnum ríkisstjórnarinnar.
- 25 hugmyndir snúast um að lækka eða afnema listamannalaun.
- 20 hugmyndir snúast um að hætta við eða draga úr stuðningi við Borgarlínu.
- 21 hugmynd snýst um rekstur ÁTVR og kaup ríkisins á áfengi fyrir veislur og viðburði.
- 17 hugmyndir snúa að hælisleitendum.
- 10 hugmyndir snúast um að slaufa aðild Íslands að NATO.
Við sjáum að fólki lýst best á að draga saman í rekstri Ríkisútvarpsins, fækka sendiráðum, afnámi listamannalauna og fækkun aðstoðarmanna ríkisstjórnrinnar sjálfrar.
Að loka ,,Ríkinu“ þykir líka álitlegur kostur og nokkur hópur vill ,,draga úr stuðningi“ við Borgarlínu!
Ekki er gott að segja til um hve marktækt sé að gera könnun af þessu tagi.
Í fyrsta lagi þarf fólk að vita að könnunin fari fram!
Ritari hefur til að mynda ekki frétt af henni fyrr og geta má þess, að ríkisstjórnin er nýsest í ráðherrastólana.
Þá má gera ráð fyrir að fólk svari með því sem fyrst kemur í hugann og þá jafnvel án þess, að vera mikið búið að vega og meta málin.
Það mun hafa verið ríkisstjórnin sjálf sem setti málið af stað, eftir því sem fram kemur í Heimildinni: ,,Forsætisráðuneytið óskaði í gær eftir tillögum um leiðir til að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir ríkisins“.
Að þessu sögðu eru sum svörin ágæt; hvers vegna er, svo dæmi sé tekið, hið opinbera, að standa í rekstri verslunar með áfengi?
Annað er þegar farið af stað, eins og t.d. fækkun sendiráða, því nýbrottfarin ráðherranefna lokaði sendiráði Rússlands og sendiráði Íslands í Moskvu, eftir að Rússar misstu þolinmæðina gagnvart voðaverkum Úkraínu á ,,sjálfstjórnarsvæðunum“.
Hvort ástæðan var, að alræmdar hlandmygur frá Rússlandi teljist sérlegir sendifulltrúar að mati Sjálfstæðismanna er ekki vitað en benda má á, að forverum ráðherrans fyrrnefnda – sem er úr þeim flokki – þótti ágætt að eiga í góðum samskiptum við Sovétríkin á sínum tíma, þegar ,,vinir“ okkar og ,,verndarar“ vildu ekki hætta rányrkju á fiskimiðum þjóðar okkar.
Könnunin sem er til umræðu í upphafi þessa pistils er trúlega ekki mikils virði, hefur ekki verið mikið kynnt og þó svo væri, þá má vel spyrja sig þeirrar spurningar, hvort ,,lýðræði“ af þessu tagi sé ekki feilspor?

Færðu inn athugasemd