Stríð sem er að tapast?

CNN.COM fer yfir stöðuna í styrjöldinni sem er milli Rússa og Úkraínu.

Mynd úr umfjöllun CNN.

Ýmislegt bendir til þess að átökin milli Úkraínu og Rússlands muni senn fara að ljúka.

Í frétt CNN segir á einum stað í lauslegri þýðingu:

,,Í Kyiv bíða stjórnvöld og fylgjast með teiknum frá Moskvu og Washington og ítreka næstum daglega ósk sína um ,,réttlátan frið“. Allar hugmyndir um að endurheimta landsvæðið sem Rússar hafa lagt undir sig eru í biðstöðu.“

Farið er yfir stöðu mála á vígstöðvunum og allt ber að því sama, því svo er að sjá, sem styrjöldinni sem engt var til af óvönduðum, muni senn að ljúka.

Svo sem eðlilegt er, er komin þreyta í alla sem í þessu þurfa að standa og sagan segir okkur að öll él styttir upp um síðir.

Það er reyndar ekki alveg ljóst, svo ekki sé meira sagt, hvenær það geti orðið en gera má ráð fyrir að það komi í ljós í samningaviðræðum milli aðila.

Miklar fórnir hafa verið færðar, bæði fyrir hina eiginlegu styrjöld og síðan eftir að hún braust út, en fórnir af því tagi hafa oft áður verið færðar á þessu svæði.

Oftast er fyrst samið um vopnahlé og þegar það er komið á, hefjast friðarviðræður.

Íslenskir stjórnmálamenn hafa blandað þjóð sinni í málið með frekar óvönduðum hætti og er það óvanalegt: að fjármunum íslenskrar þjóðar sé varið til vopnakaupa, til að styrkja annan stríðsaðilann með beinum hætti.

Þegar Rússar gáfust upp á að sitja á sér og réðust inn í Úkraínu, þá var Úkraínum gefinn hlýr íslenskur ullarfatnaður, auk þess sem tekið var á móti konum, börnum og gæludýrum sem vildu forða sér frá landinu.

Gæludýrin voru vitnalega ekki spurð en þau hafa trúlega verið fegin líka.

Fátt er nýtt undir sólinni og það er ekki neitt nýtt við það, að þjóðirnar tvær sem takast á geri það, og er skemmst að minnast seinni heimstyrjarldarinnar til að finna dæmi þar um.

Auk þess sem Úkraínar höfðu herjað á sjálfstjórnarhéruð í austurhlutanum árum saman og skilið þar eftir sig m.a. fjöldagrafir.

Ánægjulegt er, ef rétt reynist, að farið sé að sjá fyrir endann á þeim stríðsátökum sem staðið hafa yfir að undanförnu en enginn skyldi fyrirfram gera ráð fyrir auðveldum samningaviðræðum.

_ _ _

Í lokin er rétt að benda áhugasömum á pistil eftir Geir Waage sem birtist fyrir nokkrum dögum í Morgunblaðinu, þar sem farið er yfir ýmislegt varðandi þetta mál.

Grein Geirs ber yfirskriftina ,,Um tvískinnung í frjettaflutningi“, og það er vel einnar messu virði að kynna sér innihald hennar.

Færðu inn athugasemd