janúar 2025

  • Við höfum fengið fréttir af því að hermenn frá Norður- Kóreu berjist með rússneska hernum við Úkraína en við höfum ekki mikið heyrt um vestræna bardagamenn, sem berjast með Úkraínum. Um þetta er fjallað á CNN.COM og þar er sem vonlegt er, mest sagt frá bandarískum hermönnum sem berjast í stríðinu við Rússa. Mynd úr…

  • Styrkjamálið hefur raskað ró en þó aðallega gefið blóð á tönn og eftir stendur, að einungis tveir flokkar hafa farið að reglum, að því ógleymdu að hinir opinberu afgreiðslumenn hljóta að hafa gleymt sér líka. Það er ekki nóg að segjast vera með bílpróf, maður þarf að geta sannað það! Og svo haldið sé áfram…

  • Á Alþingi sitja stjórnmálaflokkar sem eiga rétt á styrkjum en það þarf að skrá þá sem slíka, til að eiga rétt á styrkveitingunni. Súluritið er úr umfjöllun Vísis og sýnir Framlög til stjórnmálaflokka fyrir árið 2022. Styrkir til stjórnmálaflokka hafa verið í umræðunni og þá einkum styrkurinn til Flokks fólksins, sem svo kallar sig. Flokkurinn…

  • 30. nóvember 2024 birtist þessi ,,frétt“ í Morgunblaðinu. Eins og sést á skjáskotinu úr Morgunblaðinu, er þar mynd af fyrrverandi utanríkisráðherra en hafi verið rætt við hana þá fer ekki mikið fyrir því. Eftir því sem best er vitað er í fullu gildi varnarsamningur Íslands við Bandaríkin, auk þess sem Ísland er í NATO. Hvers…

  • Það er flestum ljóst að orkumálin eru í ólestri vegna vanhæfni ríkisstjórnarinnar sem þjóðin hafnaði svo eftirminnilega fyrir skemmstu. Spor þeirrar stjórnar hræða en við vonum að nýir vendir sópi betur. Skjáskotin eru úr Morgunblaðinu. 29. september 2024 birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem í fyrirsögn má sjá hvernig staðan var og er enn. Í…

  • Deilt um keisarans skegg?  Hvenær er flokkur stjórnmálaflokkur og hvenær ekki, það er efinn þessa dagana.  Morgunblaðið hefur að undanförnu staðið fyrir umræðu um, að ,,Flokkur fólksins” sem svo er kallaður af meðlimum hans, sé ekki stjórnmálaflokkur, heldur félagsskapur fólks sem boðið hefur sig fram til starfa á Alþingi.  ,,Rétt skal vera rétt”, eins og…

  • Fyrir nokkru féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem varð til þess að fyrirhuguð Hvammsvirkjun í Þjórsá komst í uppnám.  Það góða í málinu virðist vera það, að dómurinn hefur orðið til þess að óvænt samstaða virðist hafa náðst um að við svo búið megi ekki standa.  Flokkarnir sem lufsuðust til að vera saman í ríkisstjórn…

  • Við þurfum að vera á varðbergi í umgengni við villta náttúru og umgangast hana með gætni og virðingu. Á Rúv.is var rætt við alifuglabónda vegna fuglaflensunnar sem herjar á villta fugla og sem greindist því miður á kalkúnabúi fyrir nokkrum vikum. Fréttin eins og hún er á síðu Ríkisútvarpsins. Yrði mikið áfall ef smit greindist…

  • Það virðist sem það sé erfiðleikum bundið að ná því fram að atkvæði, sem greidd eru í alþingiskosningum rétt talin.  Við munum eftir Borgarnes- ævintýrinu fyrir nokkrum árum og nú er sem um pínlega endurtekningu á því ævintýri sé að ræða.  Og það sem meira er, það er ekki hægt að kenna um sleifarlagi og…

  • Vetrarkosningar  Það hefur vakið furðu margra að boðað var til kosninga til Alþingis að vetri til en skýringin er augljós.  Það varð ekki lengur unað við það ástand sem verið hafði, þ.e. að flokkur sérviskunnar héldi helst öllu sem til framfara horfði í gíslingu.  Því var gengið til kosninga og þó þær væru klúður, þá…