Náttúrufyrirbæri í sífrera

CNN.COM segir frá náttúrufyrirbæri í Síberíu, sem olli mönnum furðu en eins og svo oft fundust eðlilegar skýringar á því eftir að vísindamenn höfðu kannað fyrirbærið.

Það sem gerðist var, að fyrir um áratug varð til gígur á rússneska heimskautasvæðinu, sem myndaði risastóra hvassa holu sem náði niður í kolsvart hyldýpi.

Frá 2014 hafa meira en 20 gígar orðið til með þessum hætti og sá nýjasti fannst í ágúst 2024 samkvæmt frásögn miðilsins.

Gígarnir hafa valdið undrun, en fundin er skýring á því hvernig þeir urðu til og merkilegt nokk, þá urðu þeir ekki til af völdum geimvera!.

Hópur verkfræðinga, eðlisfræðinga og tölvunarfræðinga hefur fundið skýringu á fyrirbærinu og niðurstaðan er að um náttúrulegt fyrirbrigðið sé að ræða.

Um þetta má lesa í grein CNN sem er glögg og upplýsandi.

Og niðurstaðan er sett fram í rannsókn sem birt var í síðasta mánuði og niðurstaða hennar er að um sé að ræða blöndu af loftslagsbreytingum af mannavöldum og óvenjulega jarðfræði svæðisins.

Sigið hefur verið niður í gígana til að kanna málið.

Skýringarmyndir fylgja með, til að útskýra hvernig gígarnir urðu til og eins og áður sagði, þá voru geimverur þar alls ekki að verki!

Færðu inn athugasemd