nóvember 2024

  • Á Vísi er fari yfir umræðuþátt sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gær (28/11/2024). Þátturinn var langur og þátttakendur í umræðunum komu víða við en einna mesta athygli vakti,  hjá þeim sem þetta ritar, umræða um húsnæðismál.  Kristrún Frostadóttir vakti máls á húsnæðismálunum og svo var að heyra sem Bjarni væri ekki alveg með á…

  • Maskína gerði könnun fyrir Heimildina á því hvaða flokka fólk vildi sjá saman í ríkisstjórn og yfir niðurstöðuna er farið í grein, sem er undir yfirskriftinni ,,Flestir vilja Viðreisn og Samfylkingu í næstu ríkisstjórn”.  Ríkisstjórnin sem ekki veit hvaða árstími er og líklega ekki heldur í hvaða landi hún starfaði, gafst upp á sam-,,starfinu“ eins…

  • Senn verður kosið til Alþingis og spennan eykst, en áður en við köfum dýpra, þá skulum við virða fyrir okkur þessa fallegu mynd sem birtist óvænt á skjánum hjá ritara og höfum í huga, að þessi fugl kafar aðeins til hálfs og það sama gildir um þann sem þetta ritar!  Skoðanakannanir berast og stundum fleiri en…

  • Heimildin fer yfir niðurstöður skoðanakannana, þegar stutt er orðið í kosningar og niðurstöðurnar eru ólíkar því sem við eigum að venjast. Þar segir frá því meðal annars að: ,,Sam­fylk­ingu og Við­reisn vant­i eitt þing­sæti til við­bót­ar til að ná að mynda meiri­hluta í þing­inu, mið­að við nýja skoð­ana­könn­un Maskínu.” Súluritið er fengið úr Heimildinni er…

  • Nei, bara eldgos og þau eru sem fastir liðir eins og venjulega, á Reykjanesi.  Þetta var í Morgunblaðinu um daginn og nú er gripið til sparnaðaraðgerða, enda séð fram á krepputíma að kosningum loknum: En þegar við vöknum þennan morguninn, er sagt frá því í fréttum, að eldgos sé hafið í enn eitt skiptið á…

  • Í Heimildinni er farið yfir hallarbyltinguna sem gerð var hjá Bændasamtökunum, þegar kosinn var nýr formaður og framkvæmdastjóri, sem ný forysta rak síðan úr starfi án sýnilegrar ástæðu. Við erum nokkur sem munum það sem var hjá Bændasamtökunum – áður Stéttarsambandi bænda – og síðan breytingarnar sem seinna urðu. Bændasamtökin áður voru áður fyrr fyrst…

  • Við höfum flest tekið eftir því, að ríkisstjórnin sem nú situr, er sem afgangurinn af því sem áður var. Í Morgunblaðinu þann 15/11/2024 má sjá hvernig staðan er en þar er greint frá störfum  Alþingis á síðustu dögum þess fyrir kosningar.  Það er verið að berjast við að afgreiða fjárlög og ýmislegt athyglisvert kemur í ljós. …

  • Í grein undir yfirskriftinni ,,Vindurinn – Ekki sjálfgefinn“ í Heimildinni eftir Ara Trausta Guðmundsson er fjallað um vindorkuver og vatnsaflsvirkjanir og hvernig þessi mismunandi orkuver vinni saman, eða réttara sagt vinni ekki saman.  Ef rétt er skilið, telur höfundur greinarinnar, að vindorkuverin þurfi vatnsorkuverin til að brúa bilið þegar vindinn skorti og því þurfi það…

  • CNN.COM segir frá náttúrufyrirbæri í Síberíu, sem olli mönnum furðu en eins og svo oft fundust eðlilegar skýringar á því eftir að vísindamenn höfðu kannað fyrirbærið. Það sem gerðist var, að fyrir um áratug varð til gígur á rússneska heimskautasvæðinu, sem myndaði risastóra hvassa holu sem náði niður í kolsvart hyldýpi. Frá 2014 hafa meira en 20…

  • Það er barist í Evrópu og það er barist í Afríku og eflaust víðar, þó ekki sé eins mikið um það fjallað. Þegar yfir mann gengur, framferði þeirra sem málum ráða í veröldinni er gott að horfa á eitthvað fallegt og það sem sést hér ofan er að margra mat af því tagi. En að…