Teiknarar miðlanna hafa úr ýmsu haft að moða síðustu vikurnar, ríkisstjórn sem sprakk og kosið verður til Alþingis eftir nokkra daga, svo efniviðurinn er nægur.

Félagarnir, sem verið hafa um nokkurra ára bil, eiga ekki lengur samleið og inkaupakarfan er full af prósentum sem vilja komast hærra!

Nýr samgöngusáttmáli var ,,keyrður í gegn“ og vekur vonir en ef til vill er betra að fara ferða sinna ríðandi!

Það eru margir sem sækjast eftir ,,þægilegu starfi“ þessa dagana en það er þjóðin sem er að sligast undan farginu og Miðflokkurinn er tekinn ,,fram úr“ Sjálfstæðisflokknum, sem muna má sinn fífil fegurri.

Eflaust getur verið þreitandi að búa við ,,gagg“ í kringum sig allan liðlangan daginn og trúlega er notalegra að njóta þess að horfa á verðbólgubálið sem brennur glatt.

Það reynir á ,,sjálfstæðismenn“ þegar fylgið við flokkinn fer yfir á Miðflokkinn, en þeir eru til sem vilja koma böndum á ,,airbnb“, sjálfstæðum sjálfstæðismönnum til hrellingar.

Svo eru þeir til, sem hafa hug á að búa til enn einn Sjálfstæðisflokkinn, því þeim finnst sá gamli ekki rísa undir nafni og ef til vill hefur hann aldrei gert það!

Þrætueplið mikla um að beisla vindinn veldur andlegum vindgangi og við það er barist en á myndinni til hægri er það stríðsrekstur Ísraels sem er myndefnið og Björn Heimir lýsir hinu hörmulega ástandi afar vel.

Fyrir um áttatíu árum var byggð brú yfir Ölfusá við Selfoss. Þá var margt öðruvísi en nú er, bæði hvað varðar tækjakost og verkþekkingu. Brúin sem byggð hafði verið á undan þeirri sem nú er notast við hafði látið undan álaginu og því var farið í það að byggja nýja brú og nú er svo komið að sumir óttast um öryggi þeirrar brúar.
Umferð hefur þyngst mikið og því þarf að byggja nýja brú og beina umferðinni framhjá Selfossi, þ.e.a.s. þeirri sem ekki á þangað erindi. Um það er japlað og jamlað og hefur það úrtölujapl náð einna lægstum lægðum þegar farið var að ræða um amerískan töfrabor í anda Toms Swifts og gefa undir fótinn með, að með því töfradjásni yrði hægt að leysa málið mð því að bræða göng undir vatnsfallið í stað þess að byggja brú yfir það.
Sú umræða virðist sofnuð svefninum langa en hver veit, nema að hugmyndin vakni að nýju upp í kosningabaráttunni!



Margt líkt með skildum? Nei, Kamellan er engin friðardúfa!

Að lokum er kosningabaráttan rædd og krufin til mergjar, þar sem ,,frægir flykkjast í FAMBOГ en aðrir skella dyrum og rigsa á brott og kunna ekki að taka höfnun!

Færðu inn athugasemd