Landráð eða óráð?

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu þann 16.10.2024, sem rituð er af Hildi Þórðardóttur, er fullyrt að íslenskir ráðamenn hafi gerst sekir um landráð.

Í grein sinni segir Hildur m.a.:

,,Vopna­kaup ís­lenskra ráðamanna brjóta gegn Stjórn­ar­skrá ís­lenska lýðveld­is­ins, landráðakafla Al­mennra hegn­ing­ar­laga og Varn­ar­mála­lög­um.“

Og áfram:

,,Vopna­kaup Alþing­is og þátt­taka í stríði úti í heimi stang­ast á við Stjórn­ar­skrá ís­lenska lýðveld­is­ins, Varn­ar­mála­lög nr. 34/​2008 og landráðakafla Al­mennu hegn­ing­ar­lag­anna nr. 19/​1940 og brjóta bein­lín­is gegn þeim.

Í Stjórn­ar­skránni er kveðið á um að Ísland sé lýðveldi með þrískipt­ingu valds­ins. Eng­um er heim­ilt að viðhafa ráðstaf­an­ir sem ganga gegn því. Í 21. gr. seg­ir að ráðamenn „megi ekki gera samn­inga ef þeir hafa í sér fólgið af­sal eða kvaðir á landi eða land­helgi eða ef þeir horfa til breyt­inga á stjórn­ar­hög­um rík­is­ins“. Með þess­um vopna­kaup­um og hernaðaraf­skipt­um eru ráðamenn að setja íþyngj­andi kvaðir á sam­fé­lagið og breyt­ing­ar á stjórn­ar­hög­um. Ekki aðeins kvaðir fyr­ir síðustu fjög­ur ár, held­ur hafa þeir lofað fram­lög­um langt fram í tím­ann og þar með látið und­an þrýst­ingi er­lendra afla sem vilja veikja stjórn lands­ins og ná yf­ir­ráðum hér. Þetta eru hrein og klár landráð.

Síðan bendir höfundur á hættuna sem okkur geti stafað af þessum ákvörðunum íslenskra ráðamanna:

,,Með því að taka bein­an þátt í stríði hafa ráðamenn sett okk­ur á lista yfir óvini Rúss­lands. Rúss­land er kjarn­orku­veldi og hef­ur for­seti þess, Vla­dimír Pútín, ít­rekað hótað að beita kjarn­orku­vopn­um ef Vest­ur­lönd halda stríðsrekstr­in­um áfram í Úkraínu. Ísland ligg­ur varn­ar­laust í Norður­hafi, fá­mennt og af­skekkt og því til­valið skot­mark til að sýna Vest­ur­lönd­um að hon­um sé al­vara.

Með þess­um gjörðum hafa ut­an­rík­is­ráðherra og rík­is­stjórn­in öll brotið gegn landráðakafla al­mennu hegn­ing­ar­lag­anna þar sem seg­ir: „Geri maður sam­band við stjórn er­lends rík­is til þess að stofna til fjand­sam­legra til­tækja eða ófriðar við ís­lenska ríkið eða banda­menn þess, … þá varðar það fang­elsi ekki skem­ur en 2 ár eða ævi­langt.“

Þegar hér er komið víkur höfundur síðan að flumbrugangi utanríkisráðherrans sem þá var og segir:

,,Ekki nóg með það held­ur sleit ut­an­rík­is­ráðherra öllu sam­bandi við Rúss­land með því að vísa rúss­neska sendi­herr­an­um úr landi og kalla heim okk­ar eig­in [sendiherra] frá Rússlandi. Í ára­tugi átt­um við Íslend­ing­ar far­sælt og gjöf­ult viðskipta­sam­band við Rúss­land sem ut­an­rík­is­ráðherra eyðilagði með gjörðum sín­um svo stór fyr­ir­tæki fóru á haus­inn. Eru þetta mestu ráðherraglöp í sögu þjóðar­inn­ar og landráð.

Sam­kvæmt 88. gr. sömu laga því þar seg­ir að hver „sem op­in­ber­lega í ræðu eða riti mæl­ir með því eða stuðlar að því, að er­lent ríki byrji á fjand­sam­leg­um til­tækj­um við ís­lenska ríkið … skal sæta … fang­elsi allt að 6 árum“.

Í 91. gr. hegn­ing­ar­lag­anna seg­ir: „Sömu refs­ingu skal enn frem­ur hver sá sæta, sem falið hef­ur verið á hend­ur af ís­lenska rík­inu að semja eða gera út um eitt­hvað við annað ríki, ef hann ber fyr­ir borð hag ís­lenska rík­is­ins í þeim er­ind­rekstri.“

Þá bendir höfundur á að ,,íslenskir ráðamenn“ beri ekki hag þjóðar sinnar fyrir brjóst með þessu ráðslagi, þ.e. vopnakaupum handa erlendri þjóð fyrir ,,16 milljarða“ sem íslenska þjóðin hafi ekki átt handbæra og hafi því þurft að taka þá að láni hjá erlendum bönkum!

Og segir síðan:

,,Atlants­hafs­banda­lagið er varn­ar­banda­lag og í samn­ingn­um er hvergi minnst á að aðild­ar­ríki þurfi að reiða af hendi fjár­magn til vopna­kaupa. Við höf­um verið aðilar að samn­ing­um í 70 ár án þess að þurfa að reiða fram krónu til vopna­kaupa.“

Og að:

,,…hvorki Úkraína né Rúss­land [séu] aðilar að Atlants­hafs­banda­lag­inu og því ber okk­ur eng­in skylda að skipta okk­ur af þessu stríði.“

Hildur segir að það sé eingöngu vegna þrýstings frá NATO o.fl. sem íslenskir ráðamenn gangi svona fram, eða eins og það er orðað í grein hennar:


Af­skipti okk­ar eru ein­ung­is vegna þrýst­ings frá aðilum inn­an NATO og hernaðar­armi Banda­ríkj­anna sem vilja kné­setja Rúss­land og eign­ast auðlind­ir Úkraínu og eru reiðbúin að fórna úkraínsku þjóðinni í þeim til­gangi. Vilj­um við Íslend­ing­ar vera þátt­tak­end­ur í slík­um landráðum?

Undir lok greinarinnar, sem nálgast má í flokknum Aðsent á mbl.is segir eftirfarandi:

Við höf­um alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, vopn­laus og herlaus þjóð. Leiðtoga­fund­ur­inn árið 1986 var sönn­un á stefnu lands­ins, að beita sér frek­ar í friðarum­leit­un­um en að blanda sér í vopnuð átök.

Lokaorð greinarinnar sem hér hefur verið vitnað til eru:

Það er eng­in rétt­læt­ing fyr­ir þess­um vopna­kaup­um og hernaðarbrölti, því ber þing­mönn­um stjórn­skipu­leg skylda að um­rædd fyr­ir­ætl­an verði tek­in út úr fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2025.

Hér hefur aðeins verið bent á sumt af því sem kemur fram í grein Hildar Þórðardóttur og ekki verið kafað ofan í tilvísanir.

Færðu inn athugasemd