Það er vont og það versnar…

Enn er það styrjöldin milli Rússlands og Úkraínu sem við sjáum fjallað um í bandarískum miðlum.

Þar er sagt frá frá því einna neikvæðasta sem upp getur komið í mannlegum samskiptum og sem segja má að komist á einna hæst stig þegar deilur milli landa enda í hernaðarátökum.

Það eru miðlarnir CNN og ZeroHedge sem gripið hefu verið niður í og skrifum þeirrra ber saman.

Undarleg sókn úkraínska hersins inn í Kúrsk virðist vera að breytast í andstæðu sýna en hvort það hefur verið ætlunin að svo færi vitum við ekki, því erfitt er að lesa í hug þeirra sem stjórna þessum aðgerðum.

Mönnum ber nokkuð saman um að Rússar ,,hafi verið teknir í bólinu“, verið óviðbúnir, en nú er svo að sjá sem þeim gangi nokkuð vel að reka hina óboðnu gesti á brott og eins og fram hefur komið, að hinum aðkomnu liggi talsvert á að koma sér til síns heima.

Heima er reyndar talsvert teygjanlegt hugtak þarna sem víða annarsstaðar, því hver á hvað og hvers er hvurs, er spurning sem endalaust er hægt að velta fyrir sér þegar þrasað er um mörk milli landa á þessum slóðum.

Svo langt aftur sem sagan greinir hefur verið ágreiningur á þessu svæði um hvar mörkin milli landa séu og því hefur verið togast á og barist um það ágreiningsefni um aldir.

Og það er ekkert nýtt að fjarlæg ríki vilji ásælast svæði í þessum hluta Evrópu.

Tyrkir, Frakkar og Bretar fóru fyrr á öldum í herferð í þeim tilgangi að komast yfir Krímskagann, það gekk ekki sérlega vel og sú sjóferð endaði með heimferð svo það sé kurteislega orðað.

Frakkar og síðar Þjóðverjar með stuðningi fleiri þjóða hafa gert tilraun til að sölsa undir sig Rússland, valdið rússnesku þjóðinni stórtjóni en alltaf hefur hún náð að hrekja óværuna af sér og byggja upp ríki sitt að nýju og m.a.s. hinir friðsömu Svíar – núna vel að merkja – hafa reynt sig líka í þessu efni.

Það er eftir ýmsu að sækjast þarna austurfrá og því er það að græðgin drífur menn áfram.

Við lifum á atómöld og því er enn alvarlegra en áður var að vera að egna til ófriðar og hvort sem mönnum líkar það betur eða ver þá er það, það sem gert hefur verið og nær útilokað er að Rússar gefi eftir svæðin sem barist hefur verið um.

Sjálfstjórnarsvæðin Donbas (Lughansk og Donesk), sem samið var um hafa legið undir stöðugri ásókn og ófriði frá Úkraínu síðan um þau var samið og til eru þau á svæðinu sem eiga þá ósk heitasta að Rússum takist að ,,klára“ dæmið sem fyrst í þeirri von, að á komist friður fyrir ,,óþjóðalýð“ úr vestri.

Vestrænir ráðamenn þykjast ekkert vita um, né kannast við, annað eins og þetta og neita að horfast í augu við það sem sýnt hefur verið fram á því til sönnunar.

Það passar ekki inn í myndina sem þeir vilja draga upp og horfast í augu við, en sagan kennir okkur að staðreyndir og sannleikur koma á endanum í ljós, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Hér í lokin er rétt að kíkja á frétt í RT, sem er frásögn af dellumaki sem vart er hægt að endursegja; blanda af gríni og alvöru.

Og það er ekkert nýtt að fjarlæg ríki vilji ásælast svæði í þessum hluta Evrópu. 

Tyrkir, Frakkar og Bretar fóru fyrr á öldum í herferð í þeim tilgangi að komast yfir Krímskagann, það gekk ekki sérlega vel og sú sjóferð endaði með heimferð svo það sé kurteislega orðað. 

Frakkar og síðar Þjóðverjar með stuðningi fleiri þjóða hafa gert tilraun til að sölsa undir sig Rússland, valdið rússnesku þjóðinni stórtjóni en alltaf hefur hún náð að hrekja óværuna af sér og byggja upp ríki sitt að nýju og m.a.s. hinir friðsömu Svíar – núna vel að merkja – hafa reynt sig líka í þessu efni. 

Færðu inn athugasemd