ágúst 2024
-
Á mbl.is hefur verið umfjöllun um stöðu skólamála t.d. hér og hér og þá einkum með tilliti til svokallaðra samræmdra prófa, sem full þörf virðist vera að huga að. Hér að ofan er lítið dæmi um það sem ritað hefur verið um málin í Morgunblaðið að undanförnu (klippan er frá 12/8/2024). Þar hefur verið drepið…
-
Fuglarnir gefa í gogg, hvort heldur sem þeir eru vængjaðir eður ei! Við getum séð ýmislegt í náttúrunni sem sjá má líka í mannheimum, sem ekki er undarlegt, því hvað erum við annað en hluti af náttúrunni þegar að er gáð? Síðan eru þeir líka sem betur fer til, sem vilja vera til fyrirmyndar og…
-
Í Morgunblaðinu – 6/8/2024 – rekumst við á aðsenda grein eftir Ögmund Jónasson. Í henni drepur Ögmundur á margt sem er til umræðu manna á meðal en sem fer ef til vill ekki eins hátt og það ætti að gera. Ekki vitum við hvort Ögmundur er enn félagi í Vinstri grænum og í raun er…
-
Morgunblaðið sýnir okkur fuglamyndir, annarsvegar kríur að veiðum og hins vegar fíl sem liggur á hreiðri sínu. Annars er það einna helst í fréttum þennan dag, að Rúv flytur frétt af því, að Harris nokkur, hafi lýst þungum áhyggjum af ástandinu á Gaza. Engra heimilda er getið en við lauslega athugun virðist svo að sjá,…
-
Grein undir fyrirsögninni ,,Stórbrotin landsýn“ birtist í Morgunblaðinu þann 11/7/2024. Greininni fylgja sex fallegar myndir og þar með talin ein af manni sem ritari þessa pistils telur sig kannast við og það að góðu einu. Í greininni er sagt frá strandflutningum sem fara fram af hálfu Eimskipafélagsins og það verður ekki hjá því komist að…
-
Þennan morguninn eru áberandi fréttir af móttöku fólks sem setið hefur í fangelsum, annarsvegar rússneskum og hins vegar í ýmsum vestrænum löndum. Við vitum hvað hefur verið borið upp á suma en ekki alla og hópurinn er nokkuð stór á báða bóga. Sjá má móttökur fólksins sem í hlut á t.d. hér og hér og…
-
Í Morgunblaðinu þann sjötta júlí var viðtal við forstjóra Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Fyrirsögn greinarinnar er ,,Hærra álverð skilar meiri ábata“ og mynd af viðtalinu fylgir hér með, trúlega illlæsileg en fréttina má finna í blaðinu (6.7.2024). Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, vonast til þess að framkvæmdir geti hafist við frekari virkjanir í Þjórsá, reiknar með…
